Ég var í dk. um daginn, eða fyrir ári, og rakst á tímarit, er hét Rock Sound. Með því fylgdi diskur og þar var einmitt lagið “Feel The Break” með Dry Kill Logic. Og um þá hljómsveit mun ég fjalla um hérna í stutta stund. Þeir Cliff Rigano (söngur), Dave Kowatch (bassi) og Phil Arcuri (trommur) stofnuðu, ásamt ónefndum gítarista, hljómsveitina Dry Kill Logic í Westchester, New York árið 1995. Þeir voru þá (og eru jafnvel enn) undir áhrifum af hljómsveitum eins og Pantera, Tool, King Diamond,...