Er baráttu samkynhneigðra lokið? Í þeim mörgu umræðum sem ég hef tekið þátt í um baráttu og/eða réttindi samkynhneigðra hefur þeirri fullyrðingu oft verið kastað í mig að það sé ekki lengur neitt fyrir samkynhneigða til að berjast fyrir. Samfélagið sé búið að sætta sig við samkynhneigð og flestir samkynhneigðir geti lifað sínum lífstíl án vandræða. Satt er það að staða samkynhneigðra á Íslandi er með þeim bestu sem þekkist í heiminum, en ég mun seint vera sammála því að baráttunni sé lokið....