Ein uppáhaldspersóna mín í verkum Tolkiens er álfurinn Fjanor, hér mun ég fjalla aðeins um hann. Fjanor var sonur Finnva, sem var æðstur meðal Nolda á Amanslandi(Valínor), og Míríel sem lést af barnsförum þegar hún átti Fjanor. Hálfbræður Fjanors voru Fingólfur(afi Gils Galaðs) og Finnfinnur(faðir Galadríelar). Konu átti Fjanor og hét hún Nerdanél, synir þeirra urðu sjö, Mæðros, Maglor, Selgormur, Karanþír, Kúrfinnur(faðir Selebrimbors sem smíðaði Máttarbaugana), Amráði og Amrási. Noldar...