Mér finnst það alveg hungleiðinlegt, en á Íslandi eru allir klæddir eins!!! Það finnst reyndar lítill hópur af fríkum, en annars ef þú ferð í Kringluna þá tekuru eftir því að helmingurinn af fólkinu þar er í eins skóm og þú! Mér finnst þetta gersamlega óþólandi. Í útlöndum eru t.d. alltaf margar bylgjur í gangi í einu, þú sérð skoppara, hippa, rokkara, píkupoppsgellur, alvarlega businessmen og pönkara saman í einni kös. Tískan þar sýnir oft á hvaða tónlist þú hlustar, úr hvaða stétt þú ert...