Mig langar að taka það fram að þetta eru bara smá hugleiðingar frá mér sem mig langaði að deila með ykkur… Nánast öll heimili í dag eru með raftæki af öllum stærðum og gerðum. Það eru sjónvörp, þvottavélar, þurrkarar, ísskápar, eldavélar, örbylgjuofnar, tölvur og svona gæti ég lengi haldið áfram. Við notum þessi tæki oft á dag og gæti maður varla hugsað sér að vera án NEINS af þeim. Þokkalega yrði maður vængbrotinn ef að t.d. sjónvarpið klikkaði, eða þvottavélin, það skiptir í raun ekki máli...