Ég fór í Köldukvíslina síðasta sumar og mikið hrikalega var gaman. Vorum fjórir og lönduðum 21 kvikindi…sjálfur fékk ég 6:) Eina við þennan stað var helvítis flugan. Hún gerði mann allveg bandóðan. En þá bara taka upp flugnanetin og vona að það verði smá vindur. Sjálfur pöntuðum ég og félagi minn veiði í laxasvæði tungufljóts í júlí. Við vitum nákvæmlega ekkert um þennan stað. En það verður bara spennandi…þarna leynast stórlaxar.