Það er magnað andrúmsloft yfir þessari mynd. Classic film noir stíll á henni í sambandi við lýsingu og fleira. Ótrúlega táknræn mynd með allsskonar vísunum í trú og fleira. Flott conceptið með origami fígúrurnar og svona gæti ég haldið endalaust áfram. Svo er auðvitað tónlistin eftir Vangelis ein sú flottasta sem nokkurntímann hefur heyrst í kvikmynd. Það er endalaust hægt að pæla í þessari mynd og það er einmitt það sem gerir hana svona frábæra. Mögnuð saga.