Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

He he... viltu lifa að eilífu (4 álit)

í Tilveran fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Samkvæmt <a href="http://www.alexchiu.com/affiliates/clickthru.cgi?id=saevarg“>þessari</a> síðu þá er ekkert mál að lifa að eilífu. <br><br>—————————– Klikkastu á þetta <a href=”http://www.publifacil.com/members/?id=87398280">publifacil</a> —————————–

Að rífa laptop skjá af... (3 álit)

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Vitið þið hvort að það sé hægt að rífa laptop skjá af laptop og tengja við pc. Hef mikinn áhuga að komast af því hvernig maður myndi tengja hann við tölvuna.<br><br>—————————– Klikkastu á þetta <a href="http://www.publifacil.com/members/?id=87398280">publifacil</a> —————————–

Saab 9x (4 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Jæja þá hefur Saab ákveðið að búa til sport bíl. Mér þykir þetta mjög flott hönnun hjá þeim. Þið getið skoðað upplýsingar og myndir af bílnum <a href=http://www.saab9x.com/home/GLOBAL/en/saab9x/frames.html>hér</a><br><br> Klikkastu á þetta a href="http://www.publifacil.com/members/?id=87398280">publifacil</a

Hvaða bíl á maður að fá sér ? (8 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Jæja, núna er ég loksins byrjaður að spá fyrir vissu að kaupa mér nýjan bíl. Síðustu vikur hef ég rúntað bílasölur að leita mér af bíl. Eins og venjulega fer maður að spá í hvernig bíl manni langar í. Og það er einmitt í þeim efnum sem ég vonast eftir að þú hugari góður getir hjálpað mér með. Ég vill fá rúmgóðan bíl með þægindi í fyrirrúmi. Ég er nenfilega fullvaxta karlmaður og dugar engin fiat drusla undir mig. Síðan vil ég vera með ágætis kraft undir húddinu og er 2000 vél algjört...

Að keyra forrit í gegnum iexplorer (3 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég er búinn að vera að dunda mér við það að búa til vefsíðu til að hafa á desktoppinu á tölvuni hjá mér. Ég losaði mig við öll icon og ætlaði að hafa bara linka inn á það sem ég nota mest. Þetta byrjaði svo sem vandræða laust. Ekkert mál að gera linka á möppur og svoleiðis. En núna er ég að brasa við að gera linka á exe skrár og svoleiðis. Alltaf þegar maður smellir á þá kemur “do you want to run from current location or download” dæmið. Er einhver leið að losa sig við þetta.

!!Hjálp!! Módem vandræði í win2000 (4 álit)

í Windows fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég er í ógeðslegum vanda með eina vél sem ég er að reyna að redda. Þetta er compaq presario drusla, ég upgradeaði hana í win2000 og allt virtist ganga vel. Þangað til að ég ætlaði að tengjast netinu. Hún finnur módemið og ég get query á það og allt saman. En vandamálið er að þegar ég ætla að búa til tengingu þá er eins og að það sé ekkert módem í henni. Vonandi skilduð þið þetta, vonandi getur einhver hjálpað mér með þetta.

Hitchhikers Guide to the Galaxy (12 álit)

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég veit að þetta hefur ekkert með star trek að gera. Ég bara vissi ekki hvar annarstaðar ég ætti að pósta þessu. Fannst líklegast að einhver hérna vissi eitthvað um þetta. Árið 1981 bjó BBC til mini seriuna The Hitchhikers Guide to the Galaxy. Sem er að sjálfsögðu gerð eftir bók Douglas Adams, The Hitchhikers Guide to the Galaxy sem var gerð eftir útvarpsþáttunum, The Hitchhikers Guide to the Galaxy. Núna er ég mikill aðdáandi bókanna og mig langar alveg ofsalega að sjá þessa sjónvarpsþætti....

saab 9000 turbo (4 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Sælir félagar Ég er að spá í að kaupa mér 87 árg. af saab 9000 turbo. Hefur einhver hugari reynslu af þessum bílum og vill miðla með mér upplýsingar um bílinn.

Hvað varð um öll plagötin (5 álit)

í Tilveran fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég man þá tíð að þegar maður gekk inn í plötubúð að þá var alltaf svona plagat standur, þar sem maður gat keypt sér plagöt. Þetta voru þá yfirleit plagöt einhverra vinsælla hljómsveita og einnig leyndust þarna kvikmynda plagöt. Einnig var hægt að kaupa einhver plagöt í ýmsum öðrum verslunum eins og Hagkaup ofl. En hvað varð um plagötin. Núna er ég búinn að fara í flest allar þær verslanir sem mér dettur í hug að hugsanlega væru til plagöt en ekkert gengur. Það er ekki einusinni til plagöt í...

Dodge Stratus (13 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Hefur einhver hérna reynslu á þessum bílum. Ég er nefnilega að spá í að fara að kaupa mér bíl. Og ég er alltaf að sjá þessa bíla á ágætu verði. Mér líst alveg ágætlega á þessa bíla, allavega svona við fyrstu sýn.

DVD skrifarar (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég var að leyta mér af upplýsingum um dvd skrifara og komst ég af því að það er nú hægt að kaupa svoleiðis græju á um $600 í USA. En ég er að velta því fyrir mér hvort að einhver hafi einhverja reynslu á dvd skrifurum hérna. Og ef svo er þá hef ég nokkrar spurningar fyrir þessa gaura. Þessir skrifarar sem ég hef séð hafa verið mest 2x hraða er hægt að fá hraðvirkari, á viðráðanlegu verði ? Er hægt að kópera dvd myndir eða er kannski langt í að einhver snillingur brýtur þá vörn ? Jæja $600...

Hugleiðing um bmw 325i (12 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég sá helv… flottann bmw325i út á bílasölu um daginn. Þetta er glæsilegur bíll með leðursætum og mikið af aukahlutum. Það sem ég spyr ykkur af er hvort að það borgi sig að kaupa svona bíl á um 800 þús. Og hvort að þið hafið einhverja reynslu af svona bíl. (Þetta er ´93 árgerð).

Crouching Tiger, Hidden Dragon (13 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Í gær fór ég með vini mínum út á vídeó leigu og náðum við okkur í eintak af Crouching Tiger Hidden Dragon (eða Wo hu cang long eins og hún heitir á frummálinu). Mynd þessi gerist á tímum töfra í Kína. Þar eru dularfullir stríðsmenn/konur sem geta flogið og hvað eina. Sagan er í meginn dráttum svona. Li Mu Bai, sem er einn af þessum fljúgandi stríðsmönnum/konum, ákveður að gefa töfra sverð sitt. Yu Shu Lien fer með sverðið fyrir hann til herra Te (ekkert skildur Mr.T). Þegar herra Te er búinn...

Hudson Hawk (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ég hef ákveðið að framvegis mun ég senda inn greinar um flestar þær myndir sem ég sé. Sú fyrsta í röðinni er sú mikið umdeilda mynd Hudson Hawk. Myndinn fjallar um þjóf sem heitir Hudson Hawk. Hann átti að vera besti þjófurinn á sínum tíma áður en hann var fangelsaður. Þegar við fáum að kynnast honum er verið að sleppa honum út úr fangelsinu eftir að vera lokaður þar inni í 10 ár. Hann er ekki kominn út úr fangelsinu þegar skylorðsfulltrúinn hanns er byrjaður að láta hann brjótast inn fyrir...

One Night at McCool's (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Á Fimtudaginn síðastliðinn vann ég miða á sérstaka forsýningu reykjvaik.com á One Night at McCool's. Var þetta fínnt framtak hjá þeim mönnum og greinilegt að viss bjórframleiðandi átti líka hönd í bagga að ég sæi þessa mynd, þar sem að spegils bjór var gefinns. Því miður var ég akandi þannig að ég get ekki gefið spegils neina dóma, en ég fékk ágætis pepsi og var það ekkert verra en vanalega. Núna er ég orðin mjög nískur og hættur að tíma því að kaupa mér miða í bíó, þannig að ég ætla núna að...

Græða sjómenn á falli krónunar ?? (5 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Þessi grein var á vísi.is í dag. Hér fyrir neðan er Kristján Ragnarsson að tala um það að sjómenn græða á falli krónunar. Hann byggir það á því að við fáum fleiri krónur fyrir fiskinn. Þvílíkt og annað eins bull. Þær krónur sem við fáum núna fyrir það sem við seljum til útlanda eru minna virði, þannig að hvernig geta sjómenn verið að græða á þessu. Þetta er eins og einhver gefi mér snúð og ég sker hann upp í 4 hluta, þá á ég allt í einu 4 snúða og verð mikklu saddari. Er þetta ekki rétt...

Lincoln (1 álit)

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Veit einhver hvort það séu til einhverjir Lincolnar frá 60 til svona 75 módel hér á landi? ég hef nefnilega mikin áhuga á að eignast einn svoleiðis.

Hvar er best að kaupa myndir ?? (12 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég var að kaupa mér DVD spilara fyrir helgi og var ég að spá hvar best væri að kaupa myndir.

Hækkandi Bíó verð (21 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Síðustu árin hafa bíóhúsinstöðugt verið að hækka verðið í bíó. Í dag kostar 650 krónur að fara í bíó sem er þónokkuð mikill peningur þegar maður hugsar út í það að það kostaði ekki nema 500 kall fyrir stuttu. Síðan tala ég ekki um okrið í bíó sjoppunum, hvað kostar kók og popp núna 400 kall þá er þetta komið upp í 1050 kr er það ekki svoldið ýkt. Ég hef aldrei skilið afhverju bíóhúsin þurfa að hækka verðið. Það hefur verið stighækkandi aðsókn í bíó og ekki hefur úrvalið af myndum verið neitt...

Spider-man (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Það er allveg augljóst að um jólin 2001 verður mjög gaman í bíó. Stórmyndinar Starwars 2 og Lord of the Rings verða þá frumsýndar. Núna nýlega var það staðfest að nýja Spider-man myndin yrði í þessum fríða hóp kvikmynda. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið um þessa mynd þá mun Peter Parker (a.k.a. Spider-man) vera að berjast við Green Goblin og Doctor Octupuss. Með helstu hlutverk fara Tobey Maguire semPeter Parker (aka Spider-Man), Willem Dafoe sem Norman Osborn (aka the Green...

Hjálp !!!!!!!!!! Vantar win2000 driver fyrir OkiFax 4500 (5 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 12 mánuðum
Mig vantar nauðsynlega þennan driver.

echo.com - snilldar síða (0 álit)

í Netið fyrir 24 árum
Ég var að skoða PC World um daginn og rakst ég á grein um echo.com. Ég las og varð mjög spenntur og prófaði að kíkja á hana. Echo.com er í raun síða þar sem þú getur búið til þína eigin útvarpsstöð. Þú velur bara hvernig tónlist þú vilt hafa á stöðinni. Þessi síða byggir á flash og virkar bara helv… vel. Síðan getur maður líka gefið lögunum, hljómsveitunum og plötunum sem maður hlustar á einkun og hefur það áhrif á hvaða tónlist er spiluð. Síðan geturru líka boðið fólki að hlusta á síðuna....

Egóið og stigin (3 álit)

í Tilveran fyrir 24 árum
Ég er núna búinn að setja alveg fullt af stöffi í egóið hjá mér. Þannig að ég byrja alltaf að fara þangað inn áður en ég geri nokkuð annað. Síðan fór ég að skoða stigin mín, þ.e.a.s. ég tékkaði á því hvar ég fékk stigin. Þá varð ég mjög hissa á að sjá að ég var búinn að safna flestum stigum á egóinu. Það finnst mér mjög skrítið þar sem mér finnst eðlilegt að ég fái stig í því áhugamáli sem hver kubbur tilheyrir.

Championship manager (1 álit)

í Hugi fyrir 24 árum
Hvernig væri að bæta inn CM áhugamáli. Það er alveg aragrúi af fólki sem spilar hann og það er að koma nýr leikur út.

The Boiler Room (4 álit)

í Kvikmyndir fyrir 24 árum
Ég sá Boiler room í gærkvöldi. Það var fátt inni sem ég var ekki búinn að sjá og enn færri sem mig langaði til að sjá, þannig að ég ákvað að skella mér á hana. Þetta er alveg ágætis þvæla. Myndin fjallar um einhvern strák sem er collage drop out. Hann vinnur sér inn peninga með því að reka spilavíti í íbúðinni sinni og er að fá ágætis peninga út úr því. Síðan einn daginn kemur gamall vinur hans til hans og bíður honum starf hjá einhverju littlu verðbréfa fyrirtæki. Hann tekur því starfi og...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok