Eftirlætis leikari minn og besti leikari sem Bandaríkin hafa alið, Marlon Brando er látinn, áttræður að aldri. Það má segja að hann hafi markað nýja leikstefnu, alltént í kvikmyndum. Svokallað ,,method acting" sem byggðist á djúpri túlkun og innlifun persónanna og er uppruninn hjá rússanum Stanislavsky. Meðal þeirra mynda sem munu halda nafni hans á lofti eru A Streetcar Named Desire, þar sem hann markaði djúp spor í kvikmyndasöguna með ógleymanlegri túlkun sinni á rustamenninu Stanley...