Schumacher sættist við hjálmaframleiðanda Heimsmeistarinn Michael Schumacher varð að skilja „hátæknihjálminn" sinn eftir í bílskúrnum í fyrstu keppni ársins og notast við Bell-hjálminn til að spara sér sektir. Hefði hann ekki notað hjálminn sem Bell útbjó handa honum hefði hann þurft að punga út 250,000 mörkum á dag, jafnvirði röskra 10 milljóna króna. En í kæfandi hita Malasíu hyggst Schumacher notast við nýja undrahjálminn, þar sem óvænt dómssátt náðist milli hans og Bell. Fyrir Schumacher...