Hvað getið þið sagt mér um LC 90. Ég er að hugsa um að demba mér í jeppamennskuna aftur eftir talsvert langt hlé og er að velta fyrir mér svona bíl. Hvernig eru þessir bílar að koma út á 38", eru klafarnir til friðs, eða eru menn að setja rör (hásingu) í staðin. Er hægt að fá skriðgír í þetta. Og síðast en ekki síst, kemst þetta eitthvað áfram og endist vélin eitthvað í þessu. Maður er búinn að heyra tröllasögur um 150þús og þá sér tími á hedd o.fl.