Það er gott að skipta um prógramm á u.þ.b. 6 vikna fresti, það þurfa ekki að vera miklar breytingar þó. T.d. ef þú ert núna að taka bekkpressu í venjulegum bekk getur verið sniðugt að skipta yfir í hallandi bekk. Síðan er annar möguleiki að breyta hraða æfinganna(t.d. ef þú lyftir núna 2 sekúndur upp, og 2 sekúndur niður, getur verið sniðugt að breyta hraðanum þannig að þú gerir 2 sek upp og 4 niður - þannig að þú streitist vel á móti.)