<center><i><b>Glugginn</b> Ég sit og gægist oft út um gluggann að gamni mínu út yfir skuggann því fólk á förnum vegi, fótgangandi að nótt og degi, er alveg tilvalið að sjá. Ég sé oft heilar skáldsögur skapast og skrýtið fólk sem hér um bil tapast í amstri og umferð dagsins, eirðarlaust til sólarlagsins. Það röltir strætin til og frá. Stúlkur og stælgæjar, standandi upp við bar og sitthvað fleira má þar sjá. Laglegir unglingar, góðlegir gamlingjar, og fólk sem horfir bara á. Nei ég þarf ekki...