Ég bjóst nú ekki við því að geta nokkurn tíman sagt þetta en, BT er bara farin að standa sig! Þannig er mál með vexti að tengdó tók upp á því að gefa litlu systur spúsu minnar, þ.e.a.s. yngri dóttur sinni Tölvuorðabók í afmælisgjöf. Tölvuorðabók þessi átti að vera á 6 málum (íslensku, ensku, þýsku, dönsku, frönsku og einhverju nýju máli sem þeir kalla spánsku) og hafa möguleikann á að leyfa notandanum að heyra framburð orða á þessum 6 málum ásamt því að vera með ritli sem bjóða átti upp á...