Er sjálfur með 325i ´94 módel ekinn um 180 þús. Flutti hann inn sjálfur fyrir ári og eina viðhaldið sem hann hefur þurft á þeim tíma eru nýjir bremsuklossar og flokkast það undir eðlilegt viðhald. Annars hefur hann verið perfect. Ekki vera hræddur við aksturinn og miðað við 10 ár gamlan bíl er þetta um 20 þús. km. á ári sem er nú ekki svaka mikið (sérstaklega ef þetta er innfluttur bíll, þá gæti þetta verið hraðbrautarakstur). En það sem best er að gera er að skella honum í ástandsskoðum.