Ég hef tekið eftir því að fólk vill sjá einn til tvo umsjónarmenn á brettaáhugamálinu. Ég er algerlega sammála þessu þar sem ég veit að adminar geta rifið áhugamál upp. Ef þú vilt vera admin mæli ég með því að þú lítir hérna yfir áhugamálið og punktir niður hverju þú vilt breyta og hverju þú vilt bæta við. Það væri t.d hægt að bæta við kubbi með video-klippum. Síðan skaltu senda mail á ritstjori@hugi.is og segja honum frá hugmyndum þínum, reynslu þinni af sk8i og surfi, hver þú ert o.s.fr....