Mér finnst oft að stjórnendur nýti sér ekki almennilega tækifærin sem spilararnir, spilið og ævintýrin gefa þeim og ég ætla að nefna nokkur dæmi hér fyrir neðan. Algengt er að spilarar lendi í átökum og það verða kannski eftir lík en aldrei gerir lögreglan neitt, það er oft eins og það komi svona hreinsunarlið eftir á og eyði öllum ummerkjum svo að það trufli ekki söguþráðinn, maður á að nýta svona hluti til að búa til Subplot. Hópurinn hefur verið að berjast við einhverja aðila í ævintýri...