Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hvað þýða nöfnin?

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Joseph …. Stalin

Re: Varðandi: Krabbamein íslensku þjóðarinnar

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það er algerlega óraunhæftt og í raun heimskulegt að ætla að kenna þýsku í 6 ár í grunnskóla, hvar ætlið þið að redda kennurunum? Flytja þá inn? Það er alveg ljóst að tungumálakunnátta verður minna og minna mikilvæg með þróun tækninnar og þýska er líka að verða minna og minna mikilvæg.

Re: Trey & Matt hjá Leno!

í Teiknimyndir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Þetta verður síðan líka endurtekið um helgina.

Re: Tvöfalt Siðferði

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Nei, ég er að segja að tóbak væri kannski bannað ef þetta væri ekki framleitt í öðrum löndum, Bandaríkin nota vald sitt til að vernda þessi störf í Bandaríkjunum.

Re: Tvöfalt Siðferði

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Áfengi og tóbak myndi verða bannað ef það kæmi fram í dag en það hefur bara skapað sér sinn sess hjá vesturlandabúum, tóbaksframleiðendur hafa komið í veg fyrir harðari löggjöf með mútum og það skiptir mjög miklu máli í þessu að átta sig á því að tóbak er að miklu leyti framleitt í Bandaríkjunum og hefur þar með bandaríska veldið á bak við sig.

Re: Eðlilegt að forsætisráðherra hafi milljón í laun

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ímyndaðu þér ef að við hefðum milljón á mánuði handa forsætisráðherra, við hefðum þá kannski hæfan mann eða konu í þessu starfi.

Re: Tvöfalt Siðferði

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ég lít á tóbaksframleiðendur sem morðingja og við vitum alveg hvernig þeir hafa logið í gegnum tíðina. Mér finnst áhugavert að heyra hve Jón Steinar er áhugasamur um að lögleiða dóp á sama tíma og hann er víst að undirbúa málsókn á hendur tóbaksframleiðendum, er hann að undirbúa að geta farið í samskonar mál gegn þeim framleiðendum sem mundu sjá um að láta okkur í tjé dópið?

Re: Leið til þess að bæta Huga.is

í Hugi fyrir 23 árum, 7 mánuðum
ég veit að survivor og heimspeki eru að koma alveg á næstunni.

Re: Hvað þýða nöfnin?

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Cool cat Tapping on the toe with a new hat Ooh, just cruising Driving along like the swing king Feeling the beat of my heart (ég bara þurfti)

Re: Enn um Reykjavíkurflugvöll..nokkuð ítarlegt

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það vantar að skipuleggja höfuðborgarsvæðið betur sem heild og sjá hvar flugvöllurinn passar inn í það í framtíðinni.

Re: Um könnunina (dönskukennsla)

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Kínversku í fyrsta bekk, það væri rökrétt miðað við mikilvægið.

Re: Það er svo margt um að velja.

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Hann var ekki að tala um Martin Luther King heldur Martin Luther, sá sem lagði fram þær kenningar sem þjóðkirkjan okkar hefur. Luther var gyðingahatari og gerði margt ljótt um ævina.

Re: Flokkur Framfarasinna á móti samkynhneigð?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Nei, ég sagði ekki að það væri hægt að lækna hana. Hvers vegna þarf að réttlæta samkynhneigð?

Re: Flokkur Framfarasinna á móti samkynhneigð?

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Samkynhneigð hefur fylgt manninum frá örófi alda, samkynhneigð þekkist í náttúrunni, samkynhneigð er ekki eitthvað sem á að koma í veg fyrir eða lækna.

Re: Ritskoðun á Hugi.is?

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
hetjan, ef ég væri bróðir Vefstjóra þá væri fyrir löngu búinn að láta hann banna þig, éttu hattinn þinn.

Re: Krabbamein íslensku þjóðarinnar

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
íslenski fáninn er náttúrulega fyrir með merki hreyfingar sem á sök á mun meiri hörmungum en nasiminn.

Re: Ritskoðun á Hugi.is?

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
já, komum öll saman og syngjum kókjólasönginn

Re: Ritskoðun á Hugi.is?

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Mér datt í hug að þú ættir við það en ég get alveg lofað þér því að ég hef ekkert sérsamband við Vefstjóra, ef svo væri þá hefði ég notað þau tengsl til að koma mér yfir eitthvað áhugamál, ég til dæmis verið að nauða um Heimspekiáhugamál síðan í nóvember og boðið mig fram sem admin yfir því en hingað til hefur ekkert gengið. Nánasta sambandið sem ég hef við Huga er að ég er vinur eins þess sem vann að því að búa hann til og hann hefur ekki látið sjá sig á Huga allan þann tíma sem ég hef...

Re: Er ASÍ virkilega að tapa greind

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
ég var bara að tala um að skildi vel að þeim finndist ekki gaman að sjá um þetta

Re: Ritskoðun á Hugi.is?

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
útskýrðu endilega

Re: Ritskoðun á Hugi.is?

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
eydi, takk fyrir að sýna fram á hvers vegna ég vill losna við þig, ég hef rifist við marga á Huga en enginn þeirra er á þessu stigi þú ert á. Mér er sama þó fólk rífist í mér og sé ósammála mér og ég kippi mér ekki einu sinni upp við skítkast en eydi þú ert sá lægsti (hugsanlega fyrir utan nokkra sem er þegar að banna á Huga).

Re: Ritskoðun á Hugi.is?

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það er kannski smá misskilningur sem Jón Steinar hefur kynnt undir varðandi Illuga, Illugi hefur aldrei sagt að það ætti ekki að vera tjáningarfrelsi hérna heldur fannst honum DV ganga of langt með því að hafa heila opnu þar sem “bjána” var leyft að koma með heimskulegar skoðanir sínar án nokkurs konar gagnrýni frá blaðamanni. Hvað með að losa Huga við þann sem kallar sig eydi?

Re: Það er svo margt um að velja.

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
það sem ég held að þú sért að tala um er Parsatrú, byggt á spádómum Zaraþústra. Zaraþústra var upp á 6 öld fyrir krist í Persíu og trú hans byggðist á að allt skiptist í gott og illt, það var góður guð, Ahura Mazda, og síðan vondur guð (djöfulinn) Ahriman. Trúarrit Parsa eru Avestabækurnar. Það er alveg greinilegt að Parsatrú hafði mikil áhrif í Ísrael á sínum tíma og hafa áhrif hennar verið kominn inn í gyðingdóm (í Biblíunni er talað mjög vel um þá konunga Persa sem voru Parsatrúar,...

Re: Krabbamein íslensku þjóðarinnar

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Þessi flokkur er nákvæmlega eins og þeir flokkar sem við þekkjum úr Evrópu, stjórnmálahlið nýnasistahreyfinga, ég er ekki að segja að það séu bein tengsl á milli en ég efast ekki um að Félag Íslenskra Þjóðernissinna og Flokkur Framfarasinna fái stuðning sinn frá nákvæmlega sama hópi. Sem stjórnmálaflokkur geta þeir ekki verið jafn grófir í stefnuyfirlýsingum sínum. Stefnuskrá þessa flokks er gríðarlega ómerkilegt plagg, óraunhæft og heimskulegt, smávægilegur fagurgali til að reyn að breiða...

Re: hip-hop!?! nú er komið nóg!

í Hugi fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Rokk á víst að koma og það er náttúrulega mjög víðtækt þar sem flestallar tónlistarstefnur í dag eru undirflokkar af Rokki, en ég er alveg sammála, það vantar almennu áhugamálin.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok