það sem ég held að þú sért að tala um er Parsatrú, byggt á spádómum Zaraþústra. Zaraþústra var upp á 6 öld fyrir krist í Persíu og trú hans byggðist á að allt skiptist í gott og illt, það var góður guð, Ahura Mazda, og síðan vondur guð (djöfulinn) Ahriman. Trúarrit Parsa eru Avestabækurnar. Það er alveg greinilegt að Parsatrú hafði mikil áhrif í Ísrael á sínum tíma og hafa áhrif hennar verið kominn inn í gyðingdóm (í Biblíunni er talað mjög vel um þá konunga Persa sem voru Parsatrúar,...