Vijay Singh að taka við verðlaunum sínum frá Byron Nelson, en Singh var að vinna Byron Nelson Championship. Hann sigraði á 15 höggum undir pari. Í öðru var Nick Price á 13 höggum undir pari.
Þetta er pútter frá golffyrirtækinu Bettinardi. Þetta er snilldarpútterar. Kostar um 350 dollara í Edwin Watts. Hef prufað þá og eins og ég sagði þá eru þeir snilld.
Þetta er Davis Love III. Hann var að vinna Player Championship, en á þessu móti voru allir bestu kylfingar í heimi þ.á.m. Tiger Woods, David Duval o.fl. Love sigraði með því að spila síðustu 9 holurnar alveg frábærlega eða 5 fuglar og 1 örn.
Tiger Woods með upphafshögg á einhverri holu á þriðja hring í Bay Hill Invitational sem stendur yfir. Sem stendur er hann í fyrsta sæti á 15 höggum undir pari, en Brad Faxon er í öðru sæti og er hann á 10 höggum undir pari.
Justin Leonard. Hann var einu sinni alltaf í fyrstu 10 sætum í hverju móti, en upp á síðkastið hefur ekkert genfið hjá karlinum. En loksins er hann kominn aftur á ról, og var að vinna Honda Classic sem lauk fyrir stuttu á 24 höffum undir pari.
Jim Furyk er sá maður. Hann er búinn að ná yfir 1 milljón dollara í verðlaun á þessu ári og jafnframt er þetta 7. árið í töð sem hann nær að fara yfir 1 milljón markið.
Þetta er Robert Jan Derksen, en hann sigraði nú um daginn á Dubai desert classic. Hann skaut öllum ref fyrir rass þ.á.m. Eernie Els. Robert er frá Hollandi og er ekki á lista 3.000 bestra kylfinga í heimi. Eina ástæðan fyrir að hann var í þessu móti er vegna þess að Tiger Woods fór ekki og Derksen fór í staðinn fyrir Woods. Svona á að nýta tækifærin :-)
Scott Hoch að fagna sigri á Ford Championship sem lauk um daginn. Hann sigraði Jim Furyk í bráðabana. Þetta var jafnframt 11 PGA sigur Scott Hoch á ferli hans.
Þetta er nýjasti pútterinn frá Titleist. Hann heitir Titleist 2003 Studio Design. Alls eru til fjórar gerðir af honum og kostar hann í golfbúð Edwin Watts 230 dollara.
Þetta er nýjasti burðarpokinn frá Nike. Hann heitir Tiger Woods Buick Stand bag. Hann kostar í Edwin Watts um 180 dollara, en 200 dollara ef þú vilt láta hann vera merktan þér :-D
Tiger Woods með upphafshögg á Heimsmeistaramótinu í holukeppni. Það verður mjög athyglisvert hvernig honum mun ganga eftir hnéaðgerðina sem hann var í fyrir stuttu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..