Það sem ég meina er að auðvitað er það í undirmeðvitundinni að hann veit kannski að í 90% tilfella henda þeir sér niður, þar af leiðandi er ólíklegra að hann trúi því að þeir hafi í raun verið felldir. T.d. ef menn einsog Rooney og Messi detta, sem reyna nú langoftasta að standa af sér tæklingar og peysutog, þá er líklegra að dómarinn dæmi heldur en ef Ronaldo fellur, sem kannski dettur 10x oftar. Mér finnst það bara ekki skrítið að það geti haft áhrif á ákvörðun dómarans. En samt sem áður...