Spegla. Ég reyni alltaf að forðast að líta í þá og ef ég þarf þess þá reyni ég alltaf að vera eins fljót og ég get, finnst alltaf eins og ég eigi eftir að sjá e-ð hræðilegt í speglinum. Eins og þegar þetta Bloody Mary tímabil var, ég var alveg fáránlega hrædd þó ég vissi alveg að þetta væri ekkert í alvörunni. Að vera frammi þegar ég er ein vakandi. Ég er alltaf seinust að fara að sofa heima hjá mér og þegar ég fer fram að busta og svona þá kveiki ég alltaf öll ljós í kringum mig og fer...