Haustið, Þyturinn, Vindurinn, Hnúturinn í maganum. Þegar ég tek í hendina á þér Og leiði þig eftir laufa þöktum stígnum. Svona á lífið að vera, á hverjum degi. Veturinn, Snjórinn, Kuldinn, Frostbitnir fingurnir, Þegar ég tek í hendina á þér Og færi mig nær þér til að hlýja mér. Svona á lífið að vera, á hverjum degi. Vorið, Ilmurinn, Ylurinn, Berfætt í grasinu, Þegar ég tek í hendina á þér Og segist elska þig svo heitt. Svona á lífið að vera, á hverjum degi. Sumarið, Hitinn, Lognið, Ilmurinn...