Þyrla með hóp bandarískra sérsveitarmanna, íklæddir borgaralegum klæðnaði og vopnaðir M-16-rifflum, lenti á Bagram herstöðinni norður af Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun, að sögn blaðamanns Reuters-fréttastofunnar. Sex sérsveitarmenn voru í hópnum og var fjórum þeirra fylgt um flugvöllinn af liðsmönnum Norðurbandalagsins, sem tóku höfuðborgina á sitt vald fyrr um morguninn. Tæki voru flutt úr þyrlunni áður en hún hélt á brott með fjóra sérsveitarmenn en tveir urðu eftir. Talið er að...