Heimkynni. Varpheimkynni lunda eru við norðanvert Atlantshaf, um Ísland, Færeyjar, Bretlandeyjar, Ermarsund,um mestalla Noregsströnd austur að Múmansk, Jan Mayen, Svalbarða og Nóvaja Semlja, en að vestanverðu um Grænland, Labrador, Lárensflóa og Nýja England. Lundinn er farfugl og hverfur alveg frá ströndinni að vetrarlagi og fer ýmist til Bretlandseyja, Nýfundnalands eða dreifir sér um miðbik úthafsins. Stofnstærð Svo er áætlað að íslenski lundastofninn se´um 10 milljón varppör, sem þýðir...