Ég skil þetta ekki, hérna erum við að rembast við að skrifa á visir.is, strik.is, hugi.is, torg.is og ég veit ekki hvað, hver í sínu horni, á meðan usenet er smá saman að deyja út. Fyrir þá sem ekki vita er usenet sérhannað kerfi fyrir svona margir-á-marga umræður. T.d. eru í íslensku hópunum is.sport, is.tolvur, is.tolvur.unix osfr. svo eru til alþjóðlegir umræðuhópar eins og t.d. comp.sys.ibm.pc (tölvur.kerfi.ibm.pc) og rec.outdoors.hiking (áhugamál.úti.göngur). Hvernig væri ef fólk kynnti...