Í umræðunni um Amerískt vs. Þýskt hérna þá sá ég mikið rifist um bíla eins og Viper, Camaro og fleiri svona macho ameríska bíla. Ég er meira hrifinn af evrópsku týpunum, finnst alltaf að það þurfi meira en bara hestöfl til að gera alvöru bíl. Svo ég fór að pæla, hvar er þar sem virkilega reynir á eiginleika bíla, ekki bara afl? Þar sem þarf að fara saman kraftur, grip, snerpa og allt hitt. Jú er það ekki rally? Þarna eru menn að keyra á 100+ km hraða, í snjó og drullu, sandi og bleytu, og á...