Mér finnst Star Wars aðdáendur aðeins og blindir á þetta allt saman og þeir verða auðvitað að setja lágmarkskröfur á leik, leikstjórn og handritsvinnu áður en maður skellir á myndina fjórum stjörnum. Hún er einfaldlega of gölluð, að mér finnst, til að eiga allt þetta lof skilið. Hayden Christansen er mjög slappur í sumum senunum og honum, ásamt George Lucas tekst að draga Natalie Portman niður að mittishæð með sér. Og þar á Natalie mín alls ekki heima. Atriðin þeirra á milli, þ.e.a.s Natalie...