Ég mun aldrei nokkurn tímann spila FIFA aftur, ég keypti FIFA 2001 á PS2 eftir að hann fékk góðar einkunnir á netinu en komst að raun um að leikurinn er hörmung. Sjónarhornin eru öll ómöguleg, dómarnar eru ósamkvæmir sjálfum sér og vægast sagt óþolandi, og svo er nánast aðeins hægt að skora á einn hátt gegn tölvunni (svo þegar maður er í two player þá er ekki hægt að verjast þessu): fara upp kantinn, gefa fyrir og skora með hjólhest, maður getur skorað svona endalaust. Ég ætla að snúa mér að ISS.