Ég er nú voða lítið þreytt vegna þess að ég svaf í dag, ég er bara að horfa á næturvaktina og læra pínu núna! Fer kannski að sofa svona.. þrjú eða fjögur. Bætt við 3. nóvember 2007 - 02:33 Já og ég er vön að fara að sofa kannski 2 á virkum dögum, annaðhvort um það leyti eða 11!
Ég er pínu spennt vegna þess að ég er kannski að fara að byrja í osom vinnu og fæ þá pening fyrir jólagjöfum! Yayness. Ég er samt feitt ósátt við það að bróðir minn sem er í kína kemur ekki heim um jólin!
Það er einfaldlega ekki hægt að alhæfa svona mikið um feminista, þetta fólk sem þið sjáið og “hatið” eru flest öfgafeministar og það skiptir ekki máli hvað það er, ef það er öfga er það slæmt. Svo virðist það vera einstaklega mikið í tísku að hata feminista núna.
Ah! Berlín er ÆÐI! Mér fannst verðin vera bara mjög góð þegar ég var þarna í sumar, ódýrari en hér. Mér fannst alveg æðislegt að versla þarna, en ég veit ekki, gæti verið öðruvísi fyrir stráka. H&M búðirnar voru samt mjög flottar, og bara svo mikið af búðum á aðalverslunargötunni að ég komst ekki einu sinni yfir helminginn af þeim. Skemmtu þér bara æðislega vel!:D
Já úff, ég gleymi aldrei veseninu sem ég lenti í einu sinni! Þannig var það að ég var að kaupa bol handa bróður mínum í afmælisgjöf af thinkgeek.com. Bolurinn sjálfur kostað svona 700 krónur og svo þurfti að borga eitthvað sendingargjald þar sem þetta var til Íslands sem ég var alveg sátt við þar sem mér fannst þetta bara góð kaup og flottur bolur. Svo nokkrum dögum seinna er hringt í mig frá Ups á Íslandi og maður spyr mig hvort ég sé heima og ég er í Kringlunni og segi nei. Þá segir hann...
Ójá! Sérstaklega þegar þú ert nýorðin 13 og með tveimur vinkonum. Býrð svo í húsi við hliðina á rauða hverfinu og finnst það ýkt spennandi að fá að fara út einar og tala við útlendingana! Ah, góðir tímar.
Emilía finnst mér vera mjög flott nafn.. Anna, Hulda, Nanna, Sara, Sævar, oh og svo er Jökull óendanlega svalt nafn, Hjalti, Emil, Ari. Ég veit ekki með millinöfn:0 Ég er sjálf án millinafns og ég fíla það.
Sko það eru til eiginlega nákvæmlega svona úlpur í spúútnik í kringlunni en ég veit ekki hvort þetta eru e-ð sérstaklega stráka eða stelpu úlpur. Svona hergræn, þetta eru gamlar herúlpur. Það eru tvær stærðir og sú stærri er frekar mikið stór, ég myndi fara og tjékka á þessu! Tapar engu á því. Hún kostar minnir mig 13000. Ekki með loðkraga samt(: Ég hvet þig til að kíkja á þetta!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..