Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

idf
idf Notandi frá fornöld 1.696 stig

Re: Spurning um skeggrót

í Heilsa fyrir 21 árum, 11 mánuðum
það var einhver hetjan í fornsögunum sem ekki óks skegg og var hann sakaður “hýrni”.

Re: Flensa!

í Heilsa fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég var víst að endurtaka áðursagt en er það þessi grein víst líka, er það ekki ?

Re: Flensa!

í Heilsa fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Af hverju minnist þú ekki á lýsi ? Það er örugglega betra en margt af þessu, auk þess sýna rannsóknir að Omega 3 olíur stuðla að betra andlegu jafnvægi. Auk þess mætti nefna chilipipar sem er gott að taka í sósuformi eins og er seld með mexikóskum og thailenskum mat.

Re: Kjarnorkusprengjan er sverð Islams

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Red Fox Ert þú ný(r) hér ? Velkominn í hópinn allavega, vel mælt. Ég vil benda þeim sem eru að bera saman átök Pal/Isr. og segja Ísraela beita sömu aðferðum og nasistar gegn gyðinum, að fara á BBC.co.uk. Þar eru góðir greinarflokkar í sögu í “history section” um Helförina. M.a. athygliverðar greinar um Adolf Eichman sem setti upp útrýmingarbúðir af sömu samviskusemi og bensínstöðvar fyrir stríð. Einnig grein um Churchill og tilraunir (sumar heppnuðust) til að koma gyðingum til hjálpar. Að...

Re: geðveikt góð súpa.. mæli með henni

í Matargerð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Er þetta ekki Minestrone ? En hvað er “meiran” ?

Re: Bolir með

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Einmitt, eins og fyrir c.a. ári þegar smástelpa í Hagkaupsbæklingi var í bol sem stóð á “PORNSTAR”, leiðinleg mistök sagði Hagkaup ! Annars kemur þetta C&C frá Bretlandi held ég, en þar einmitt er einna algengast í Evrópu að 10-11 ára stelpur verði óléttar !

Re: Samviskubit-hjálp!!

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Góð grein, þú ert ekki ein um þetta, líklega því miður. “Kæruleysi” er það sem skýn soldið í gegn um þessa grein, og það er rýkjandi á Íslandi, bara gera það, hvað sem er, bara af því ég fílað það í dag, skítt með áhyggjur morgundagsins. Skrýtið með íslendinga, við erum ekki í neinum takti við lönd sem við “viljum miða okkur” við í Evrópu í barneignum, (eigum líklega að vera svipuð menningarlega) heldur lönd eins og Albaníu, svona hálfgerð þróunarlönd.

Re: Sjóstangaveiði

í Veiði fyrir 21 árum, 11 mánuðum
þessi síða er lokuð !

Re: Innflytjendamál Bandaríkjanna í grófum dráttum

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Hjörtur Þetta komment kretins um að herþjónusta væri e.k. “morðþjálfun” er alltof dæmigerð fyrir klisjukenndan og heimskulegan hugsunarhátt margra Íslendinga. Erlendis er herskylda (er að vísu að verða fátíðari) kölluð “þjónusta” (service/dienst) við föðurland og má í sumum tilfellum framkvæma á annan hátt t.d. skógrækt. Þetta hugtak um þegnskyldu við föðurlandið er auðvitað mjög fjarlægt hinum dæmigerða Íslending sem er alinn upp við að fá sem mest út úr “samneysluþjóðfélaginu” en gefa sem...

Re: Hugleiðingar

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þú segir að evróðpumönnum þyki villta vestrið og kúrekar átakanlegt, en það er ekki algilt. Í Þýskalandi og frakklandi eru svona ofur hallærislegir “western clubs” þar sem fólk klæðist kúrekafötum og tilheyrandi. Eða þeir klæðast eins og hermenn í Þrælastríðunu, skipta í lið og setja á svið orustur með púðurbyssum. Svo leika sumir índíána og setja upp tjöld og alltsaman, getur eitthvað verið hlægilegra ? Evrópubúar er nefnilegar algerir “suckerar” fyrir öllu klisjukenndu amerísku, svo það er...

Re: JIHAD !

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Talandi um refsingar, Sharon var refsað fyrir óbeina aðild að stríðsglæpum,en það virðist aldrei hafa komist til tals að refsa Arafat fyrir langan lista af hryðjuverkum PLO, sem hann er hetja fyrir í arabaheiminum og stoltur af.

Re: Kjarnorkusprengjan er sverð Islams

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
tinkywinky Já, rebel er stórskemmdur, þýðir ekki að reyna rökræður, hann hlítur að vera fórnarlamb eiturlyfja og kominn með götóttan heilabörk.

Re: JIHAD !

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ísraelar eru í fullum rétti að “hreinsa” út Hamasliða á Gasa, ekki við öðru að búast eftir siðustu hryðjuverkaárás. Það er ekkert nýtt að palestínumenn kenni Ísraelum um mannfall sem veður fyrir “óvarlega” meðferð hryðjuverkamanna þeirra á sprengjum, raunar þeirra “aðalsmerki” ef svo mætti segja. Ekki gleyma þvi að margir ef ekki flestir palestínumenn vildu vera lausir við þetta hamas/jihad pakk svo þeir gætu sótt vinnu í Ísrael, en eru hræddir við hefnd ef þeir segja eitthvað á móti...

Re: Innflytjendamál Bandaríkjanna í grófum dráttum

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Hef ekki komið til Edmonton, hef komið nokkru sinnum til, Calgary er nær.

Re: Hugleiðingar

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ýkjur segirðu, reyndu að sýna fram á að áður hafi verið svo voldugt ríki ?

Re: Virðingarleysi gagnvart íslenskum stelpum

í Rómantík fyrir 21 árum, 11 mánuðum
isabel Fín síða hjá þér, en ertu ekki bara soldið fyrir stelpur ? Það eru nefnilega fleiri sætar stelpur á síðunni þinni en strakar ! kv, IDF Flottur Asíski prinsinn !

Re: Hugleiðingar

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Bandaríkin eru bara hvort sem mönnum líkar betur eða verr, súper-uberpower með vald sem hefur ekki sést síðan á dögum Rómaveldis. Frá geó´pólitsiku sjónarmiði er Ísland bara hjálenda BNA, við munum aldrei fara gegn vilja BNA því þá fara þeir bara og við meigum ekki við því, því við höfum ekki efni á að reka alþjóðaflugvöll. Sjálfstætt ríki bla bla.

Re: Hugleiðingar

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Vortex Ef það er eitthvað sem ég er orðinn þreittur á þá er það “Kúrekaklisjan”, þó að maðurinn gangi í kúrekastígvélum, hvað er svona kúrekalegt annað við mannin og hans gjörðir ? Af hverju er Pútin ekki kallaður “Kósakkin” fyrir hvað rússar eru að gera í Tétséníu ? Þetta er svona hallærisáróðurshjal sem var algengt hjá rússum og vinum þeirra fyrr og nú, herstöðvarandstæðingum.

Re: Virðingarleysi gagnvart íslenskum stelpum

í Rómantík fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Og svo eitt enn sem ég gleymdi, samkv. Stígamótakonum þá eru yfir 100 vændiskonur að “störfum”, aðallega á Höfðuborgardsvæðinu, ætli þær séu í þessum hópi, eða eitthvað sér ?

Re: Innflytjendamál Bandaríkjanna í grófum dráttum

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Moose Thunder Bay, jú man eftir að hafa heyrt minnst á það þegar maður millilenti þarna um ári. Takk fyrir gott boð ! Kv IDF

Re: Virðingarleysi gagnvart íslenskum stelpum

í Rómantík fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Sú þið þessa auglýsingu í DV um helgina: Varst þú á R lista kosningakvöldinu, Maí 1994 ? Hittirðu drukkna stelpu sem datt og meiddi sig fórst með henni heim, svafst hjá henni en fórst áður en hún vaknaði ? Úr þessu varð barn sem vill vita hver pabbi þess er ! Hafðu samb…. Frekar sorgleg saga og vonandi ekki algeng. Annars held ég að lauslæti ísl. stelpna sé orðum aukið, held að margir útlenskir karlmenn hafi orðir fyrir vonbrigðum við móttökunum þeirra alveg síðan í stríðinu. Ísland var alls...

Re: Gjaldþrot offjárfestinga í landbúnaði.

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Meira um loðdýraræktina. Eins og Danski fræðingurinn sagði um daginn, ef að Danir geta ræktað loðdýr fyrir milljarða, þá ættu íslendingar ekki síður að geta það. Hráefnisöflun er t.d. miklu auðveldari hér, enda er verið að flytja héðan fiskislor í hundruð tonna vís til að fóðra danska minka ! Danir framleiða skinn fyrir 30 milljarða á ári, hugsið ykkur ef við gerðum bara 1/3 af því ! Svei mér þá ef ég fer ekki bara að gerast loðdýrabóndi ! Markaðurinn á bara eftir að stækka því millar...

Re: Innflytjendamál Bandaríkjanna í grófum dráttum

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Sæll Moose Ég las Sefan G. enda var ég eitt sumar í sveit á hans slóðum og kom í húsið hans nálægt bænum Markerville/Red Deer, Alberta. 'Eg hef áhuga á skoða austur og mið Kanada betur, sérstaklega norðrið, en hvað ert þú að gera þarna ? Ertu Vestur Íslendingur ? Kv, IDF

Re: Kjarnorkusprengjan er sverð Islams

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Moondance Hvar náðuru í þetta merki ? Ér það ekta ? Skýtið hvað hluti af því minnir á gyðingastjörnuna. IDF

Re: Kjarnorkusprengjan er sverð Islams

í Deiglan fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Nákvæmlega, Enda spyr ég mig, og gerði það hér líka í greinarformi, af hverju við minnumst fórnarlamba Hiroshima sérstaklega ? Er það útaf tækninni sem var notuð eða hvað ? Þetta voru alls ekki mannskjæðustu loftárásir stríðsins og þetta var land með mjög aggresífa árásarstefnu. Svo ég er ekki að skilja rökin.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok