Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

hvurslags
hvurslags Notandi frá fornöld 37 ára karlmaður
1.926 stig

Leiðinlegir forsíðukorkar (10 álit)

í Tilveran fyrir 21 árum
Korkarnir undanfarna daga og vikur hafa verið einstaklega leiðinlegir. Hyggst ég bæta úr því hér með.<br><br><a href="http://www.hvurslags.blogspot.com">Ósnotur maður hyggur sér alla vera viðhlæjendur vini. Þá það finnur er að þingi kemur að hann á formælendur fáa. <i>Hávamál</i></a

Hvers vegna eru svona fáar stelpur í hljómsveitum? (97 álit)

í Íslensk Tónlist fyrir 21 árum
Já, ég held áfram og áfram að spyrja mig þessarar spurningar. Alltaf þegar einhver ný hljómsveit dúkkar upp, annað hvort á einhverjum litlum tónleikum eða nýr diskur sem maður rekst á í plötubúðum, er sú hljómsveit undantekningarlaust samansett af strákum. Strákar. Þetta karlkyns einræðisvald sem gnæfir yfir öllu og stjórnar í hljómsveitabransanum á Íslandi og raun heiminum öllum með harðri hendi! Ef ske kynni að ein og ein stelpa sé í hljómsveitum er hún nær undantekningarlaust rokkaratýpa...

Hinn íslenzki Þursaflokkur - Hinn íslenzki Þursaflokkur (3 álit)

í Íslensk Tónlist fyrir 21 árum
Hérna kemur fyrsta plötugagnrýnin mín á þetta áhugamál. Hún verður að þessu sinni um fyrstu plötu Hins íslenzka Þursaflokks, sem ber sama heiti og hljómsveitin. Þessi diskur kom út árið 1978. Þá ríkti ákveðin lognmolla í íslensku tónlistarlífi, allar þær hljómsveitir sem störfuðu rembdust við að syngja á ensku og allar vildu þær “meika það” í útlöndum. Þess vegna kom þessi plata eins og skrattinn úr sauðarleggnum og breiddi rólega úr sér í því tómarúmi sem íslensk plötuútgáfa gekk í gegnum á...

Ólafur pá (14 álit)

í Sagnfræði fyrir 21 árum
Hér á eftir kemur grein eftir mig um Ólaf pá, mikilvægan hlekk í Laxdælu. Njótið vel. — Ólafur Höskuldsson, kallaður Ólafur pá, var sonur Höskulds Dala-Kollssonar og Melkorku Mýrkjartansdóttur. Höskuldur átti tvo syni með konu sinni Jórunni, þá Þorleik og Bárð. Þegar Höskuldur fór utan á fund við konung þar sem mikil veisluhöld voru hitti hann Gilla hinn gerska sem var kaupmaður mikill. Höskuldur keypti af honum ambátt sem þóttist vera mállaus dýru verði og svaf hjá henni um nóttina. Þá var...

Hvurslags vantar hugmyndir (16 álit)

í Tilveran fyrir 21 árum, 1 mánuði
Les einhver “blogg” síðuna mína? Svo vill til að það sem er á þessari blessaðri síðu er langt frá því að vera blogg, eiginlega er það á algerlega öndverðan máta. En nú vantar mig hugmyndir að efni til að setja á síðuna. Ég hef ekki uppfært lengi lengi, og fyrst að (vonandi) einhver les þessa þvælu, þá langar mig til að halda henni áfram. Ætli einhver hérna úti lumi á góðri kveikju að skemmtilegri smásögu?<br><br><a href="http://www.hvurslags.blogspot.com">Ósnotur maður hyggur sér alla vera...

Kínverskur veitingastaður með hundakjöt! (17 álit)

í Tilveran fyrir 21 árum, 1 mánuði
Nú get ég hreinlega ekki orða bundist. Í gærkvöldi fór ég og mín fjölskylda út að borða, til að minnast þess að þrjú ár voru liðin síðan amma mín lést úr spænsku veikinni. Við fórum á ónefndan kínverskan veitingastað, sem ég vil ekki nefna hér. Móðir mín pantaði sér kanínukássu í súrsætri sósu, en ég fékk mér sem betur fer bara kaffi og ís þar á eftir. Móður minni fannst vera eitthvað skrýtið bragð af kanínukássunni sinni. Í einum kjötbita fann hún hár sem hún, að eigin sögn, hélt ekki vera...

Hugahljómsveit! (27 álit)

í Tilveran fyrir 21 árum, 1 mánuði
<b>Meðlimir:</b> Hvurslags - söngur og hljómborð DrEvil - gítar og söngur HrannarM - gítar og söngur <b>Tónlistarstefna:</b> Allt sem hljóðfæri og raddbönd leyfa. <b>Takmark:</b> Skemmta okkur sjálfum, hugurum, sem og öðrum er hafa gaman af tónlist. — Þið fáið bráðum að heyra upptökur með okkur. Vonandi móðgast FarmerJon ekki mikið þótt við komum með auglýsingu á annað en myndir frá heilabúinu.<br><br><a href="http://www.hvurslags.blogspot.com">Ósnotur maður hyggur sér alla vera viðhlæjendur...

Stafsetningarvillur hjá HrannarM (10 álit)

í Tilveran fyrir 21 árum, 1 mánuði
Hrannar Már: Notaðu bara eitt “n” í lýsingarorðum s.s. allan, góðan, stóran o.s.frv. Í hvert einasta skipti sem þú skrifar svona orð notar þú tvö enn. Augnlæknirinn minn hefur greint mig með gláku og sýkingu í hægra auga eftir að ég byrjaði að lesa svörin þín. Hvurslags<br><br><a href="http://www.hvurslags.blogspot.com">Ósnotur maður hyggur sér alla vera viðhlæjendur vini. Þá það finnur er að þingi kemur að hann á formælendur fáa. <i>Hávamál</i></a

Kannanastífla! (10 álit)

í Tolkien fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Núna er ég með 16 kannanir í bið, eða til 28. nóvember. Það er alltof mikið. Ef þið ætlið að senda inn könnun athugið þá: 1. Hvort sú könnun hafi ekki birst áður 2. Að hún sé rétt stafsett 3. Að hún fjalli um eitthvað ákveðið efni(s.s. ekki “Morgoth eða Sauron?”, spurning sem þýðir ekki neitt). Næstu tvær-þrjár vikurnar eða svo mun ég eyða ÖLLUM könnunum sem sendar eru inn. Ég verð því miður að gera þetta svo að þær kannanir sem birtast um það leyti sem verið er að sýna RotK fjalli um...

Nöldur dagsins (5 álit)

í Tilveran fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Nei, ég ætla mér ekki að hljóma eins og SBS. Málið er að ég rak augun í þessa auglýsingu frá tolvuvirkni.net. Þar stendur: “Ertu fljótari en tölvan? Þá er kannski <i>komin</i> tími til að uppfæra.” Hvað kostaði þessi auglýsing? Ég ætla mér ekki að giska á neina tölu, en miðað við hvað ég áætla þá er ótrúlegt að ekki skuli meiri vinna verið lögð í hana. Í fyrsta lagi er hún ósmekkleg og ljót að mínu mati, og svo hefur ekki verið farið nægilega vel yfir textann(sbr. tvö upphrópunarmerki, bil á...

Hvurslags hættir á huga (14 álit)

í Tilveran fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Jæja, best að reyna að hafa þetta sem styst. Ég er sekur um glæp. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að orða þetta, en við skulum bara segja að ég eigi ekkert meira skilið heldur en Árni Johnsen eða Skerjagrandabræðurnir. Ég vona að ég fái fyrirgefningu frá samfélaginu, en ég ætla ekki að biðja um fyrirgefningu á huga. Til þess er hann orðinn of fullur af notendum sem skeyta engu um hvað maður segir hérna. Og hver er þessu margumtalaði glæpur? Jú, við skulum bara vitna í sjálfan mig á þessari...

Abigel og tmar (4 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Mér finnst þeir alltaf gleyma að tékka á innsendum smásögum. Núna er ég t.d. með eina sögu í bið, og þeir hafa báðir skráð sig inn á en hvorugur samþykkt(þ.e.a.s. athugað admin kubbinn sinn). Eða er það bara ég?<br><br><a href="http://www.hvurslags.blogspot.com">Ósnotur maður hyggur sér alla vera viðhlæjendur vini. Þá það finnur er að þingi kemur að hann á formælendur fáa. <i>Hávamál</i></a

Halldór og krotið á Dómkirkjunni (7 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Verkefni sem ég gerði í íslensku. Ímyndið ykkur nologo ganga í skólann. — Já, það haustaði. Og Halldór vissi það, þar sem hann barðist móti rokinu á leið sinni í skólann. Stöku sinnum fékk hann laufblað í andlitið þar sem vindurinn þyrlaði því í algjöru leyfisleysi framan í hann. Rétt eins og hann væri að hjálpa Halldóri að skýla andlitinu um leið og hann nísti hann með sínum köldu klóm. Austurvöllur var ekki sjón að sjá. Það var eins og árshátíð árstíðanna hefði farið þar fram kvöldið áður....

HrannarM og Roadrunner (32 álit)

í Tilveran fyrir 21 árum, 2 mánuðum
HrannarM: “já,þess má einnig til gamans geta að í litlu þorpi í Afríku sem kallast ”MUJABA“ eru hamborgarar jafn sjald séðir og hálka.” Roadrunner: “svona á meðan þú ert að þykjast vera svona mikill stafsetninganörd þá ætla ég bara benda þér á að það kemur alltaf bil á eftir kommu, eins og svona þú veist! jesús…” HrannarM: “Var ég að þykjast vera einhvað tafsetninganörd?” Roadrunner: “já þú ert allaveganna að leiðrétta alla. síðan <b>skíturðu</b> þig í fótinn.” — Þvílík kaldhæðni. Talandi um...

Ég vil fá nýja könnun![NT] (5 álit)

í Tilveran fyrir 21 árum, 2 mánuðum
<br><br><a href="http://www.hvurslags.blogspot.com">Ósnotur maður hyggur sér alla vera viðhlæjendur vini. Þá það finnur er að þingi kemur að hann á formælendur fáa. <i>Hávamál</i></a

Spurning dagsins (10 álit)

í Tilveran fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Af hverju geta karlmenn ekki migið í einni bunu?<br><br><a href="http://www.hvurslags.blogspot.com">Ósnotur maður hyggur sér alla vera viðhlæjendur vini. Þá það finnur er að þingi kemur að hann á formælendur fáa. <i>Hávamál</i></a

Keðjusvör! (24 álit)

í Tilveran fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þetta er keðjusvar. Nú eiga allir að koma með nokkur orð í framhaldi af mínu svari. <b>Ég horfði út um gluggann og sá…</b><br><br><a href="http://www.hvurslags.blogspot.com">Ósnotur maður hyggur sér alla vera viðhlæjendur vini. Þá það finnur er að þingi kemur að hann á formælendur fáa. <i>Hávamál</i></a

Fróðarímur 2 (1 álit)

í Tolkien fyrir 21 árum, 3 mánuðum
<i>Aragorn er ansi lúinn eftir ótal hlátrasköll. Nú er Fróði næstum búinn Nú er sagan öll?</i><br><br><a href="http://www.hvurslags.blogspot.com">Ósnotur maður hyggur sér alla vera viðhlæjendur vini. Þá það finnur er að þingi kemur að hann á formælendur fáa. <i>Hávamál</i></a

Fróðarímur (4 álit)

í Tolkien fyrir 21 árum, 3 mánuðum
<i>Heyrðu snöggvast, Sauron minn snjallur vin minn kæri heldurðu ekki að hringinn þinn ég hermannlega bæri?</i><br><br><a href="http://www.hvurslags.blogspot.com">Ósnotur maður hyggur sér alla vera viðhlæjendur vini. Þá það finnur er að þingi kemur að hann á formælendur fáa. <i>Hávamál</i></a

Hugarímur (7 álit)

í Tilveran fyrir 21 árum, 3 mánuðum
<i>Fuglar sungu á sléttri grein sólskin glitar fjörðinn. Út úr skóla heldur heim hvítur tölvunörðinn. Inn á huga alltaf fer úti er blessuð sólin Skellir þá á eftir sér og sest í skrifborðsstólinn. Hvað hann gerir, veit nú enginn vandi er um slíkt að spá. En eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá.</i><br><br><a href="http://www.hvurslags.blogspot.com">Ósnotur maður hyggur sér alla vera viðhlæjendur vini. Þá það finnur er að þingi kemur að hann á formælendur fáa. <i>Hávamál</i></a

Jónatan og gamli maðurinn (4 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Þessa sögu skrifaði ég og Nologo til skiptis. Ég skrifa fyrsta og síðasta hlutann, og Nologo á hlutann í miðjunni. Þetta var smá tilraun til þess að sýna muninn á rithætti tveggja ólíkra höfunda. — Jónatan og gamli maðurinn Smásaga eftir Kristján Hrannar Pálsson og Halldór Berg Harðarson — Það eru margir þræðir sem stjórna lífi manns. Þitt líf ákvarðast af hárfínu neti at afburðum, dauðsföllum, morðum og notkun á getnaðarvörnum. Oft hefuru verið hársbreidd frá dauðanum og það má kalla það...

Hugafundurinn (27 álit)

í Tilveran fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Afsakið að ég komi með annan kork um þetta mál, en mig langar að segja betur frá þessum fundi en gert var í hinum korkinum. Hann var í alla staði mjög skemmtilegur og gagnlegur. Ég get lofað ykkur það, hugarar góðir að hugi mun eflaust batna að einhverju marki eftir þennan fund. Þeir sem mættu: Daywalker Vilhelm Sverrsi Tannbursti Hvurslags DrEvil hRannarM(sem allir héldu að væri SBS því hann vildi ekki gefa upp nafn sitt í fyrstu) IngaAusa Shelob Það urðu nokkur vonbrigði að hvorki...

Framhaldssaga (0 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Halló kæru notendur. Þetta er byrjun á sögu sem ég gerði í gær. Þið eigið svo að halda áfram með hana. Og ég er ekki að meina bara nokkur orð, heldur kafla sem eru álíka langir og þessi sem ég sendi inn. Athugið að fyrstu línurnar á að vera endi á sögunni, þannig að það er í raun ykkar hlutverk að mynda hlekkina á milli fyrstu línanna og afgangnum af sögunni. Gangi ykkur vel. — Brotna kaffikannan Það hafði verið framið hryðjuverk á Brávallagötu 26. Og ég var eina vitnið að því. Á meðan ég...

Gísli Marteinn í 70 mínútum (6 álit)

í Tilveran fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Mér fannst hann bara standa sig ágætlega. Að minnsta kosti virkaði hann betur á mig í þessum þætti heldur en í Kastljósinu og sínum eigin spjall-hrós-smjaðursspjallþætti. Eða, hvað finnst ykkur?<br><br><a href="http://www.hvurslags.blogspot.com">Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. <i>Hávamál</i></a
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok