Nú get ég hreinlega ekki orða bundist. Í gærkvöldi fór ég og mín fjölskylda út að borða, til að minnast þess að þrjú ár voru liðin síðan amma mín lést úr spænsku veikinni. Við fórum á ónefndan kínverskan veitingastað, sem ég vil ekki nefna hér. Móðir mín pantaði sér kanínukássu í súrsætri sósu, en ég fékk mér sem betur fer bara kaffi og ís þar á eftir. Móður minni fannst vera eitthvað skrýtið bragð af kanínukássunni sinni. Í einum kjötbita fann hún hár sem hún, að eigin sögn, hélt ekki vera...