Í kvöld leika KR-ingar og albönsku meistararnir KS Vllaznia fyrri leik sinn í Evrópukeppni meistaraliða. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 20.
FH mætir ÍBV í 8-liða úrslitum Coca Cola bikarsins. Fram tekur á móti ÍA, Keflavík sækir KA heim og stórleikur fer fram í Grindavík þar sem Fylkir heimsækir Grindvíkinga.
Olga Færseth sló í gær markamet Ástu B. Gunnlaugsdóttur í efstu deild kvenna í knattspyrnu þegar hún gerði þriðja mark sitt í 9:1 sigri KR á Grindavík á KR-vellinum í gærkvöld.
KR-ingar mæta Vllaznia frá Albaníu í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fari KR með sigur af hólmi er mótherjinn í annarri umferð tyrkneska liðið Galatasaray SK. Leikirnir við Vllaznia fara fram 11. og 18. júlí. KR var eitt af tíu liðum í sterkari flokki þeirra 20 liða sem leika í 1. umferðinni en styrkleikaflokkunin er byggð á samanlögðum árangri liða frá hverju landi undanfarin fimm ár.
Grindvíkingar vígja í dag áhorfendastúku við nýjan knattspyrnuvöll en stúkan rúmar 1.500 manns í sæti. Stúkan verður tekin í notkun í dag þegar fram fer leikur í InterToto-keppninni en Grindvíkingar taka á móti FC Vilash frá Aserbaídsjan og hefst leikurinn kl. 16:00.
Á Þjóðhátíðardaginn 17.júní leika Grindvíkingar fyrri leik sinn gegn FC Vilash í fyrstu umferð Intertoto keppninnar. Leikurinn hefst kl.16:00 í Grindavík. Nýja stúkan verður vígð fyrir leikinn.
Íslendingar taka á móti Búlgörum á Miðvikudagskvöldið kl.18 í Undankeppni HM 2002. Leikurinn er mikilvægur fyrir okkar menn svo það er um að gera að bregða sér í Laugardalinn og öskra Áfram Ísland!.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..