Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

hress
hress Notandi frá fornöld Karlmaður
5.602 stig

FH og ÍA skildu jöfn (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Á mánudag léku FH-ingar gegn Íslandsmeisturum ÍA í Símadeildinni. Það var Garðar Gunnlaugsson sem skoraði fyrsta mark leiksins fyrir ÍA á 21. mínútu en hann var í liðinu í fjarveru bróður síns, Bjarka Gunnlaugssonar. Markið var ekki af verri endanum, Garðar fékk síðar í leiknum fleiri færi en náði ekki að nýta þau. Skagamenn voru betri aðilinn í leiknum en náðu ekki að bæta við marki fyrir hálfleik. Á 66.mínútu náði Atli Viðar Björnsson að jafna metinn í 1-1 fyrir FH. Markið kom gegn gangi...

Ætlarðu á landsleikinn gegn Andorra 21.Ágúst? (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 3 mánuðum

Stefnir í einvígi Fylkis og KR (15 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Allt stefnir í einvígi milli Fylkis og KR um íslandsmeistaratitilinn en þessi tvö lið eru að stinga af í Símadeildinni. Þrír leikir fóru fram í gærkvöldi og unnu bæði liðin sigra. KR fór til Akureyrar og lék á móti KA. Eftir aðeins 15 mínútna leik voru KR-ingar komnir tveimur mörkum yfir eftir að Sigurvin Ólafsson og Þormóður Egilsson hefðu skorað. Þormóður skorar ekki á hverjum degi og var mark hans sérlega glæsilegt. Eftir þetta liðu margar mínútur án þess að áhorfendur fengu mörk. Það kom...

Fylkir á toppinn eftir öruggan sigur (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Fjórir leikir fóru fram í Símadeildinni í gær: Fylkismenn komust á topp deildarinnar með sigri á Keflavík. Í fyrri hálfleiknum voru Fylkismenn eina liðið á vellinum og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk en þeir gerðu. Sævar Þór Gíslason skoraði á 20.mínútu eftir sendingu frá Theodór Óskarssyni en þeir tveir voru bestu menn vallarins. Theodór hafði fyrr í leiknum átt skot í markstöng og Finnur Kolbeinsson var einnig nálægt því að skora en Ómar varði vel. 15 markskot voru á mark gestanna í...

Þjóðhátíð hjá Fram (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Framarar gerðu í gær góða ferð til Eyja eins og í fyrra. ÍBV spilaði mun betur í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að skora og því markalaust. Ágúst Gylfason gerði eina mark leiksins úr umdeildri vítaspyrnu á 50. mínútu, en hana fékk Þorbjörn Atli Sveinsson þegar honum var brugðið innan vítateigs. Eyjamenn léku einum leikmanni færri mestallan síðari hálfleik því Tómasi Inga Tómassyni var vikið af leikvelli á 56. mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald. Úrslit leiksins þýða að liðin hafa...

Hver verður markahæstur? (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 3 mánuðum

FH sigraði botnslaginn (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Framarar duttu niður í fallsæti á sunnudagskvöld. Þá léku FH og Þór Akureyri í botsnlag deildarinnar og höfðu FH-ingar betur og náðu þar með að lyfta sér úr fallsæti. Þar með er FH komið upp í 8. sæti í deildinni, hefur 12 stig að loknum 10 leikjum, er með jafnmörg stig og ÍBV sem hefur leikið einum leik fleira. FH bauð upp á sóknarbolta af bestu gerð á sínum glæsilega heimavelli frá upphafi til enda. FH hafði 2-0 yfir í hálfleik með mörkum frá Jóni Þ. Stefánssyni og Calum Bett. Bett stóð...

KR aftur á toppinn (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Það var sannkölluð rjómablíða á Akureyrarvelli í gær þar sem Fylkismenn úr Árbæ voru í heimsókn hjá KA. Fylkir fékk óskabyrjun í leiknum er Sævar Gíslason skoraði á fyrstu mínútu leiksins. Hann átti þrumuskot í þverslána og inn. KA menn voru meira með boltann í seinni hálfleik en náðu ekki að ógna Fylkismarkinu verulega. Steingrímur Jóhannesson bætti öðru marki við fyrir gestina eftir sendingu Sævars Þórs. Rúmlega 500 áhorfendur voru á leiknum sem endaði 0-2, Fylkis-sigur. Samkvæmt heimasíðu...

Grindavík fór illa með Fram (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Fram sá aldrei til sólar í Laugardalnum í gær þar sem Grindvíkingar voru í heimsókn. Ray Jónsson var aðeins 5 mínútur að koma Grindavík yfir þegar hann skoraði úr aukaspyrnu. Eftir 20 mínútna leik átti Grétar Hjartarsson skot í stöng og náði stuttu seinna að koma boltanum í mark Framara en var rangstæður. Á 37.mínúru átti Óli Stefán Flóventsson fína rispu, lék vörn Fram grátt og Paul McShane átti skot sem fór í hendi eins varnarmanns Fram og vítaspyrna dæmd. Ólafur Örn Bjarnason skoraði úr...

ÍA úr leik í Meistaradeild Evrópu (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Íslandsmeistarar ÍA féllu í gær úr Meistarakeppni Evrópu í knattspyrnu þegar liðið beið lægri hlut gegn bosnísku meisturunum Zeljeznicar á Akranesi 1-0. Þessi leikur var seinni leikur liðanna í forkeppninni en ef Skagamenn hefðu komist áfram þá hefðu þeir mætt fyrrum þjálfara sínum, Loga Ólafssyni, og félögum hans í Lilleström frá Noregi. Zeljeznicar sigraði í fyrri leiknum 3-0 í Bosníu og komst því örugglega áfram í keppninni. Aðstæður á Akranesi voru frekar erfiðar í gær og leikurinn mjög...

Liðin sem léku til úrslita í fyrra eru komin áfram (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Í gær fóru fram tveir leikir í 8 liða úrslitum Coca Cola bikarsins. Í kvöld fara síðan hinir tveir leikirnir fram en báðir hefjast kl.20:00. Í Vestmannaeyjum leika ÍBV og Leiftur/Dalvík á meðan Fram mætir Keflavík í Laugardalnum. Í Árbænum í gær mættust Fylkir og ÍA. Þessi lið mættust fyrir stuttu í deildinni þar sem Skagamenn unnu öruggan sigur. Það voru þeir sem byrjuðu betur og Kári Steinn Reynisson kom þeim yfir strax á 6. mínútu. Heimamenn tóku fljótlega völdin á vellinum og markaveisla...

Fylkir marði sigur gegn FH á heimavelli (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Fylkir tók á móti FH í gær á Fylkisvellinum í lokaleik 10.umferðar. Hafnfirðingar virkuðu mun ákveðnari í byrjun leiks og voru óheppnir að skora ekki nokkur mörk í fyrri hálfleiknum. Eftir hlé batnaði leikur heimamanna en FH-ingar voru þó sterkari. Hrafnkell Helgason skaut rétt framhjá marki FH og Daði Lárusson varði skot Sverris Sverrissonar. FH-ingar áttu síðan skot í slá á 73.mínútu og komust svo yfir tveimur mínútum síðar þegar Jónas Grani Garðarsson skaut, Kjartan markvörður hélt ekki...

Grindvíkingar lágu gegn KR (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
KR heimsótti Grindavík í stórleik í Símadeildinni í gær. Fátt markvert gerðist í leiknum fyrr en á 13.mínútu þegar Sinisa Kekic náði að setja boltann í mark KR-inga en dæmd var rangstaða. Á 28.mínútu gerðist það sama, aftur var Kekic rangstæður, nú eftir skot Scott Ramsey. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var oft á tíðum frekar einmana í framlínu KR en rétt fyrir leikhlé komst hann í gegnum vörn heimamanna eftir góða sókn en Albert Sævarsson í marki Grindavíkur var snöggur út úr markinu og náði að...

Tvö jafntefli í gær (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Í gærkvöld mættust Fram og Keflavík á Laugardalsvellinum. Fyrsta alvöru færið kom eftir hálftíma þegar Andri Fannar skapaði sér dauðafæri með góðri rispu en skaut þrumuskoti af vítapunkti yfir markmannslaust Keflavíkurmarkið. Andri fékk annað gott færi fimm mínútum síðar eftir fyrirgjöf Ómars Hákonar en skot hans á nærstöng var varið. Varamaðurinn Magnús Sverrir Þorsteinsson kom síðan Keflavík yfir á 71.mínútu eftir snarpa sókn. Á 78. mínútu fengu Framarar umdeilda vítaspyrnu eftir að Freyr...

FH úr leik eftir 2-2 jafntefli við Villareal (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
FH-ingar kláruðu að setja sæti í alla stúkuna við Kaplakrikavöll fyrir leikinn gegn Villareal í Intertoto keppninni í dag. Auk þess er grasið á vellinum eins og best verður á kosið. Veðurguðirnir voru þó ekki hressir í dag og það var hreint slagviðri. Fyrri leikur liðanna fór fram á Spáni fyrir viku og þar vann Villareal 2-0. Ég ætlaði að kíkja á leikinn í dag en ákvað að liggja frekar upp í rúmi heima og horfa á leikinn á Sýn. Það voru þó rúmlega 500 manns sem létu slag standa og mættu á...

Skagamenn á skriði (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Skagamenn spiluðu gegn Þór Akureyri fyrir norðan í gær. Þetta var fyrsti leikurinn í 10.umferð Símadeildarinnar. Staðan í hálfleik var 0-2 fyrir ÍA en það urðu síðan lokatölurnar. Varnarmaðurinn Hjálmur Dór Hjálmsson skoraði fyrra markið á 28. mínútu og hver annar en Bjarki Gunnlaugsson bætti við öðru á 37.mínútu. ÍA hafði tökin á leiknum í fyrri hálfleik. Það var sáralítið um markvisst spil hjá Þórsurum sem opnaði vörn andstæðinganna. Hlutskipti liðsins var því að tapa þessum leik og var...

FH á botninum (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Um 600 áhorfendur mættu á Hásteinsvöll í gær þar sam ÍBV mætti FH. Hafnfirðingar fengu fyrsta færið þegar Birkir Kristinsson varði glæsilega frá Baldri Bett. Á 20.mínútu fékk ÍBV gott færi en Daði Lárusson í marki FH sá þá um tilþrifin. Þegar hálfleikurinn var u.þ.b. hálfnaður náðu Eyjamenn forystunni verðskuldað þegar Bjarni Geir Viðarsson skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Bjarnólfs Lárussonar og viðkomu í Unnari Hólm. Allt annað var að sjá til FH-liðsins í seinni háfleik og fengu þeir...

KA sótti gull í greipar Fram (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Í veðurblíðunni á Laugardalsvellinum í kvöld tóku heimamenn í Fram á móti liði KA í Símadeildinni, 9.umferð. Áður en við lítum á gang mála í leiknum þá skulum við kíkja á byrjunarlið kvöldsins: Fram: Gunnar Sigurðsson, Baldur Knútsson, Ingvar Ólason, Andrés Jónsson, Ómar Hákonarson, Freyr Karlsson, Ágúst Gylfason, Sævar Guðjónsson, Egill Atlason, Edilon Hreinsson, Andri Fannar Ottósson KA: Þórður Þórðarson, Kristján Sigurðsson, Steinn Gunnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Slobodan Milisic, Neil...

Skagamenn unnu Fylki örugglega (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Skagamenn flugu í gær alla leið úr níunda sætinu upp í það fjórða í Símadeildinni þegar þeir sigruðu Fylki, 3-1, á Fylkisvelli. Árbæingum mistókst þar með að ná efsta sætinu á ný úr höndum KR-inga sem nú eru með tveggja stiga forskot í deildinni. Bjarki Gunnlaugsson kom ÍA yfir eftir 6 mínútur með skalla eftir hornspyrnu frá hægri. Sex mínútum síðar bætti Kári Steinn Reynisson við marki eftir góða sókn ÍA. Bjarki G. sendi boltann innfyrir vörnina á Ellert Jón sem renndi boltanum á Kára Stein...

KR á topp Símadeildarinnar - FH tapaði á Spáni (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Í gær fór fram fyrsti leikurinn í 9.umferð Símadeildarinnar. Á Akureyri tóku heimamenn í Þór á móti KR. Það komu tvö mörk í leiknum og voru þau skoruð í sitthvorum hálfleiknum. Á lokamínútu fyrri hálfleiks var brotið á Arnari Jóni Sigurgeirssyni innan víateigs og vítaspyrna réttilega dæmd. Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók vítið og skoraði. Það urðu síðan hlutverkaskipti á 75.mínútu þegar Sigurður sendi á Arnar Jón sem bætti öðru marki við. Þetta var sjötti sigur KR-inga á Þór fyrir norðan og...

Bikarinn: Búið að draga í 8 liða úrslit (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Í dag var dregið í 8 liða úrslit Coca Cola bikarsins. 16 liða úrslitin fórfu fram á þriðjudag og miðvikudag. Þið finnið grein um þriðjudagsleikina í eldri grein en nú ætla ég að fjalla mjög stuttlega um leikina á Miðvikudag. Fylkismenn tóku á móti FH í einum af stórleik 16 liða úrslitanna. Steingrímur Jóhannesson kom bikarmeisturum Fylkis yfir á 16.mínútu. Eftir rúmlega hálftíma leik náðu FH-ingar að jafna metin en Jónas Grani Garðarsson var þar að verki. Sverrir Sverrisson kom Fylkismönnum...

Bikarinn: Fram sló KR út (8 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Valsmenn töpuðu sínum fyrsta leik í sumar í gær þegar fjórir leikir fóru fram í 16 liða úrslitum bikarsins. Léku þeir á Ólafsfirði gegn Leiftri/Dalvík og komust heimamenn yfir á 16.mínútu en fram að því hafði fátt gerst. Það var Jón Örvar Eiríksson sem skoraði með skalla. Eftir þetta vöknuðu Valsmenn en náðu ekki að jafna fyrir hlé. Þeir léku undan vindi í seinni hálfleik og náðu fljótlega að skora og var þar að verki Sigurður Sæberg Þorsteinsson. Leiftur/Dalvík komst aftur yfir með marki úr...

Keflvíkingar í kennslustund hjá KA (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 4 mánuðum
KA tók á móti Keflvíkingum í Símadeildinni á sunnudagskvöld. Varnarleikur Keflvíkinga var hreinlega í molum og tók það heimamenn aðeins fjórar mínútur að komast yfir en þar var að verki Hreinn nokkur Hringsson. Tveimur mínútum síðar vann Þorvaldur Örlygsson, þjálfari KA, tæklingu. Boltinn sveif í háum boga um 40 metra leið og inn í markið, 2-0. Á þrettándu mínútu náðu Keflvíkingar að minnka muninn þegar Georg Birgisson gaf háa sendingu inn í vítateig KA. Sólin blindaði Þórð markvörð og Adolf...

FH áfram í Intertoto keppninni (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 5 mánuðum
FH-ingar unnu fyrri leik sinn gegn Cementarnica Skopje í 1.umferð Intertoto keppninnar en leikið var í Makedóníu. Valdas Trakys var þá lykilmaðurinn á bakvið sigur Hafnfirðinga en hann skoraði tvö mörk í 3-1 sigri. Guðmundur Sævarsson batt endahnútinn á þetta allt saman. Seinni leikur liðanna var svo í dag, laugardag, á þjóðarleikvangi okkar Íslendinga í Laugardalnum og fóru þar Makedóníumenn með sigur af hólmi. Guðmundur Sævarsson kom FH yfir en hann skoraði einnig í fyrri leik liðanna....

Keflavík - FH 1-1 (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Einn leikur fór fram í Símadeildinni í gær þegar Keflavík mætti FH. Leikurinn fór fram á þessum tíma vegna Evrópuleiks hjá FH-ingum í Makedóníu. Adolf Sveinsson stakk sér í gegnum vörnina strax á 9.mínútu og kom Keflavík yfir en þetta var eina skiptið sem heimamenn ógnuðu að marki FH. Það var Kristján Jóhannsson sem átti sendinguna á Adolf sem var síðan á undan Daða í FH-markinu. Jóhann Möller fékk mjög gott færi á 32.mínútu en skallaði framhjá. Valdas Trakys var ekki að finna sig í þessum...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok