Já málið er að ég var að koma úr vetrargarðinum á úrslitunum í Eurovision, þar sem móðurbróðir minn Friðrik Ómar var að keppa og bauð því fjölskyldunni, og mig langar aðeins að segja frá því. Við fengum mjög góð sæti, bara góð stemning og allir að hafa gaman þangað til það kom að atriði Eurobandsins. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að það eru skiptar skoðanir um þetta lag eins og allt annað en fyrir aftan okkur sátu semsagt piltar, líklega í kringum 25 og búuðu, öskruðu orð eins og...