Ef þú þarft að spyrja fólk hvernig flúr þú ættir að fá þér þá hefuru ekki hugsað það til enda og ert ekki tilbúinn að fá þér húðflúr. Ég segi þetta án þess að reyna að vera leiðinleg. Þú þarft að hugsa vel og vandlega um það. Ekki fá þér bara eitthvað sem einhverjum á Huga dettur í hug…
Hehehe…reyndi að stækka sjálf í 12…síðan þegar ég var komin hálfa leiðina hætti ég við, hehehe…alveg klikkuð. Er ss. mjög sátt við mína 10mm:) og ælta að (reyna) að láta við þar sitja. Kallinn minn er með 12, var með 14 en minnkaði:)
Hehe einmitt;) Já, ég kvíði einmitt líka mest staðnum undir upphandleggnum:S Kallinn minn sagði að það væri svo svakalega vont…og líka bara flest allir sem ég þekki hehe:)
Úff trúi því! But it's worth it! Alveg geggjað! Ég einmitt kvíði svolítið fyrir að fara í sleeve-ið mitt þótt ég hlakki líka óstjórnlega mikið til líka:)
Þetta er náttúrulega greinilega neðrivörin! Hafiði ekki séð svona áður??? Þetta er mjög algengt þarna í þessum ættbálki í afríku. Held þetta sé sama fólkið sem lengir hálsana á sér líka:)
Mér finnst einmitt skrýtið að það sé ekki meira um þetta, þeas teygð neðrivör. Fólk (úti) er farið að teygja á nefinu og allskyns ógeði sbr. þessi gaur: http://www.bmezine.com/news/roo/20061126.html Skrollið svolítið vel niður til að sjá nasirnar vel!
Það er spurning vinur. Fer það alveg með þig að sjá fólk sem er með húðflúr og göt? Höndlaru ekki að horfa á það? Is it eating you inside? Það væri ekki mikið gaman ef við værum öll eins, er það nokkuð? Sumir einfaldlega kjósa að skreyta líkama sinn með húðflúrum og götum burtséð frá því hvort þér þyki það ljótt eða ekki. Ég skil ekki alveg hvers konar spurning þetta er. Þessi spurning er eins og ég myndi fara inn á metall áhugamálið og spyrja af hverju í ósköpunum fólkið þar væri að hlusta...
Hey, ekki vera að afsaka þig:) Það eru til svo margar síður, sumir segja eitt og aðrir annað. En þar sem ég hef reynslu, og veit um fólk sem hefur setið í allt að 6 tíma þá held ég viti nokkurnveginn að þetta er rétt;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..