Jæja, ótrúlegt hvað fólk getur verið heimskt og barnalegt. Nintendo er ekki að gera leikina sína fyrir 3-10 ára börn eins og margir vilja halda fram hérna, heldur gera þeir þá fyrir alla, ekki bara börn. Mér þætti skemmtilegt að horfa á 10 ára barn klára nýjasta Mario leikinn (Mario sunshine) eða Mario64. Þó leikirnir snúist ekki um tilgangslaust ofbeldi, og blóð, þá þýðir það ekki að þeir séu fyrir börn. Nintendo gera eitt betur en nokkur annar, finna upp á nýjum hugmyndum og gera frumlega...