Þú gleymir nú af hverju við höldum jólin. Allt þetta, að kaupa jólagjafir og pakka inn, hlusta á jólalög og fara í fín föt, það er bara aukaatriði eiginelga, sem á ekki að vera aðalmálið. Aðalmálið er náttlega að fagna fæðingu Jesú, það eru jólin. Og líka bara að vera með fjölskyldunni sinni, gleðja aðra, borða góðan mat og slaka á. Ég skil reyndar ekki af hverju fólk er alltaf á 100 og í rosa jólastressi, t.d. þessi jól er ég búin að taka það mjög rólega, var bara að klára að þrífa pínu og...