Gnóstíkin var sambland af gyðinglegum, persneskum og indverskum trúarhugmyndum í forngrískum (hellenskum) anda. Gnósis samsvarar bódhi sem búddha er dregið af og jnana innan jógafræðanna. Gnóstískar stefnur byggja á að frelsun fæst með innsæisþekkingu, dulrænni upplýsingu og visku en ekki trú. Að vissu leyti er hægt að þekkja Guð í gegnum sköpunarverk hans, segja gnóstíkar, en best er að þekkja hann í mannssálinni sem endurspeglar drættina í hinni guðdómlegu byggingarlist. Ef einhver þekkir...