Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Absolut Mandifresh (0 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
3 cl Absolut Mandarin Sprite mulinn ís Blanda í kokteilglas eða longdrinkglas með fullt af muldum ís. Má skreyta með appelsínusneiðum.

Jólate (0 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
1 ltr. eplasafi 4 dl vatn 1 tsk. hunang 5 negulnaglar 1-2 kanilstangir 1 tepoki Þetta er allt látið í pott og suðan látin koma upp. Smakkað og kryddað meira ef þurfa þykir.

Tómatsúpukaka (0 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég þýddi þessa uppskrift af erlendum vef, því mér þótti hún svo girnileg. Á þó enn eftir að baka hana. 1 dós tómatsúpa 1/2 bolli hveiti 1 bolli sykur 1 bolli döðlur 1 bolli hnetur 1 tsk. múskat 1 tsk. kanill 1 tsk. negull 1 tsk. matarsódi 1 msk. matarolía Glassúr: 1 bolli Philadelphia Cream Cheese 1 bolli flórsykur 1 msk. smjör 1 tsk. vanilla og hnetur Blandið öllu hráefninu saman og bakið í 35 mín við 180°C. Kælið kökuna og setjið glassúrinn á.

Eplabaka (0 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Mjög ljúffengt! Skera niður 4-5 epli í teninga. Láta þau í eldfast form og vel af kanilsykri stráð yfir. 125 g smjörlíki 125 g sykur 125 g hveiti salthnetur Smjörlíki, hveiti og sykur er hnoðað saman og mulið ofan á eplin. Ofan á það er svo stráð salthnetum. Sett inn í 180°C heitan ofn þar til þetta er orðið fallegt á litinn.

Kleinur (0 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Kleinur eru alltaf jafn góðar. Hér er uppskrift af kleinum: 500 g hveiti 165 g sykur 3 tsk. ger 2 1/2 dl mjólk 1 tsk. hjartarsalt 2 egg 40 g brætt smjörlíki Hnoðað og djúpsteikt.

Ertu komin/-n með leið á kjöti eftir hátíðarnar? (0 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 11 mánuðum

Grænmetisblanda (0 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Eftir að hafa verið í miklum kjötveislum yfir hátíðarnar getur verið gott að fá sér e-ð léttara að borða. Hér er uppskrift af girnilegum grænmetisrétti: 1 grænt epli, afhýtt og skorið smátt 1 rauðlaukur, afhýddur og skorinn smátt 3 meðalstórar gulrætur, rifnar eða saxaðar smátt 3 tómatar, kjarninn fjarlægður og tómatarnir skornir smátt 3 hvítlauksrif, pressuð 120 g sólþurrkaðir tómatar, maukaðir 50 g sesamfræ, ristuð 35 g (u.þ.b. 2 msk.) grænt pestó 1 msk. Dijon-sinnep handfylli af...

Jólabækurnar (10 álit)

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Jæja, þá er maður búinn að fá jólagjafirnar. Að þessu sinni fékk ég tvær bækur að gjöf. Það eru Barist fyrir frelsinu og Flateyjargáta. Ég er rétt byrjuð á Barist fyrir frelsinu, kannski búin með 15 blaðsíður (sofnaði fljótt ;o) og líst bara vel á hana. Fenguð þið einhverjar bækur í jólagjöf og hverjar þá?

Jólakalkúnn (1 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Sumir borða kalkún um jólin. Mér finnst kalkúnn ofsalega góður en get samt ekki hugsað mér að snæða hann á aðfangadagskvöld því ég er svo vanaföst og vil minn hamborgarhrygg. En ég fæ kalkún á gamlárskvöld, reyndar bringur í ár. Ég gæti alveg hugsað mér að hafa það að venju að borða kalkún á gamlárskvöld. Um daginn hélt ég veislu í skólanum, ásamt öðrum konum sem eru í sama námi ég. Við buðum stjórnendum skólans í mat og heppnaðist allt voða vel. Aðalrétturinn var kalkúnn og var eftirfarandi...

Færðu möndlugraut á jólunum? (0 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 11 mánuðum

Grænmetislasagne m/ kúmeni (1 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum
Ég ætla að hafa grænmetislasgne í matinn í kvöld. Ég hef einu sinni áður gert þessa uppskrift og fannst hún mjög góð. Bragðið er samt svolítið sérkennilegt (út af kúmeninu) en vel þess virði að prófa. 175g. lasagneblöð 2 laukar, sneiddir 100g. blaðlaukur, sneiddur 2 hvítlauksrif, pressuð 1 dós niðursoðnir tómatar 1/4 agúrka, skorin í strimla 100g. sveppir, sneiddir 100g. spergilkál (brokkólí), sundurtekið 1/2 tsk. basilikum 1 msk. tómatpúrra salt og pipar 25g. valhnetur (má sleppa) 4 dl....

Chow Mein kjúklingur (2 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum
Mér finnst kínverskur matur alveg ofsalega góður og ekki er heldur leiðinlegt að búa hann til sjálf. Smakkast ekkert verr heimagerður en á matsölustöðunum. Þessa uppskrift hef ég reyndar aldrei gert en stefni á það hið fyrsta. 500g. soðið kjúklingakjöt, rifið niður 4 bollar kjúklingasoð 2 bollar sellerí, sneitt 1 bolli laukur, sneiddur 1 bolli hvítkál, saxað 2 msk. jarðhnetuolía 1 msk. sojasósa 1 msk. smjör 2 þeytt egg 4 msk. maísmjöl 1 bolli sveppir, sneiddir 2 bollar baunaspírur, ferskar 1...

Apríkósuskyrterta (1 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum
Góð skyrterta! 1 stór apríkósuskyrdós 1 egg 1 peli þeyttur rjómi 2 msk. sykur 3 matarlímblöð hafrakex smjörlíki Skyr, egg, sykur þeytt saman. Þeytta rjómanum bætt út í. Matarlímið brætt í vatnsbaði og hellt varlega út í meðan þeytt er. Hafrakexið mulið, smjörlíki brætt og hellt yfir kexið, þjappað í lausbotna form. Skyrhrærunni jafnað yfir og kælt í sólarhring.

Ertu í bókaklúbb? (0 álit)

í Bækur fyrir 22 árum

Afmælisormur (0 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum
Súkkulaðikökur er gjarnan á borðum í barnaafmælum. Skemmtilegt er að gera e-ð annað en bara kringlótta köku með kremi. En það eru ekki allir flinkir að gera listaverk úr kökunum sínum. En þessi kaka hér er mjög einföld í gerð og vekur mikla lukku hjá börnunum. Þetta er deig í tvö hringform með gati: 4 egg 400g. sykur 3 dl. vatn 100g. smjör 200g. hveiti 3 tsk. lyftiduft 3-4 msk. kakó Krem: 60g. smjör 3 msk. síróp, kúfaðar 100g. súkkulaði Stífþeytið eggin, bætið sykri út í smám saman og þeytið...

Brokkólí & blómkálsbaka (1 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum
Rosalega gott meðlæti með mat. Ég hef stundum haft þetta með, þegar ég steiki fisk. Ekki slæmt. 250g. blómkál 250g. brokkólí 1/2 bolli hreint jógúrt 1 bolli rifinn ostur 1 tsk. sterkt sinnep 4 msk. brauðrasp salt svartur pipar Skerið blómkál og brokkólí í bita og sjóðið í söltu vatni í 8-10 mínútur. Gott er að láta grænmetið í sigti og láta vatnið renna af. Setjið svo í eldfast mót. Setjið jógúrt, rifinn ost og sinnep í skál og hrærið saman. Kryddið með salti og pipar og setja þetta svo yfir...

Subway vs. Quizno´s (0 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum, 1 mánuði

Osta- og skinkusalat (1 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Alveg ótrúlega gott salat sem ég smakkaði í saumaklúbb um daginn. Þá var það borið fram með góðu hvítlauksbrauði úr bakaríi. Osta- og skinkusalat 6 dl. brauðostur í teningum 2 dl. skinkustrimlar 1 dl. ólífur í bátum 1/2 rauð paprika, í strimlum 1/2 græn paprika, í strimlum 2 vorlaukar, í sneiðum 2-3 hvítlauksrif, söxuð 1 1/2 dl. ólífuolía 2 msk. steinselja, söxuð Öllu blandað saman. Gott að bera fram með ristuðu brauði. Getur einnig hentað sem meðlæti á hlaðborði.

Smíðajárnskertastjaki (3 álit)

í Heimilið fyrir 22 árum, 1 mánuði
Catgirl! Geðveikur kertastjaki sem þú átt. Ég væri til í að eiga e-ð svona ;o)

Meira um slátur (1 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Í kjölfar greinarinnar um slátur hér að neðan langar mig til að skella inn uppskriftum af slátri. Hvet ég alla þá sem hafa tíma, til að taka slátur. Það er svo hagkvæmt ;o) Blóðmör 1 ltr. lambablóð 1/4 ltr. vatn 1 msk. gróft salt 200g. hafragrjón um 800g. rúgmjöl 6-800g. mör, brytjaður fremur smátt saumaðir vambarkeppir Blóðið síað og hrært með vatni og salti. Hafragrjónum hrært saman við og síðan rúgmjöli, þar til blandan er hæfilega þykk (oft er miðað við að hún sé svo þykk að sleif sem...

Gúllassúpa (0 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Mér finnst gúllassúpa alveg rosalega góð. Langaði til að deila með ykkur uppskriftinni sem mér finnst best. 500g. nautagúllas 500-600g. kartöflur 2 stórir laukar matarolía til steikingar 2 msk. paprikuduft 1 dós tómatkraftur (140g.) 1 1/2 ltr. nautakjötssoð 1 box rjómaostur m/ hvítlauk (110g.) salt pipar Skerið nautakjötið í um 1 cm. teninga. Grófsaxið laukana. Brúnið kjötið í matarolíu í potti og bætið lauk og paprikudufti saman við. Hellið tómatkrafti út í ásamt nautakjötssoði. Látið sjóða...

Hvort finnst þér flottara? (0 álit)

í Heimilið fyrir 22 árum, 1 mánuði

Austurlenskur kjúklingaréttur (1 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Kjúklingur er alltaf jafn góður. Hér er ein góð kjúllauppskrift: 4 kjúklingabringur 1 msk. sesamfræ 1 tsk. sesamolía 4 msk. ólífuolía 2 hvítlauksrif, söxuð 100g. sveppir 1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar 1 rauð paprika, skorin í sneiðar 1 lítil dós bambusprotar (m.sl.) 2 tsk. rifin engiferrót 2 msk. sojasósa 3 msk. sæt chilisósa svartur pipar e. sm. Skerið bringurnar í strimla. Ristið sesamfræin á þurri, djúpri pönnu. Bætið sesam- og ólífuolíu á pönnuna og snöggsteikið grænmetið í henni í 1...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok