Rauður litur getur verið býsna fjölbreytilegur, allt frá fölrauðu sem nálgast bleikt yfir í sótrautt. Litur á faxi og tagli getur verið með ýmsu móti, oft svipað og búkurinn en einnig ljósara, glófext. Hófar eru dökkgráir. Bleikt er ljósara en rauði liturinn, munurinn er sá að húðin er ljós á bleikum hestum, sömuleiðis nasavængir, flipi og hófar. Leirljóst er meira gulleitt. Einkenni leirljósra hesta er að þeir eru með því sem næst hvítt fax og tagl. Brúnn litur getur verið frá ljósbrúnu...