Ég sá eina auglýsingu með Samfylkingunni fyrst í mogganum en síðar sá ég hana í sjónvarpinu og langaði mig að segja mína skoðun á henni. Í þessari grein er mynd af þeim sem hafa verið forsætisráðherrar frá Hannesi Hafsteini til Davíðs Oddsonar og síðan kemur mynd af Ingibjörgu Sólrúni og skrifað er fyrir ofan ,,Í vor geta orðið tímamót í íslenskri stjörnmálasögu". Ég fór að hugsa að þessi auglýsing gæti alveg eins verið svona, Alltaf hafa menn verið forsætisráðherrar en nú getið þið kosið...