Tjaaa… Þetta er náttúrulega vafasamt mál, og ég nenni ekki að ræða það, hvort maður á að skilgreina ómenntaðan áhugaleikara sem leikara eða ekki.. En í þessu tilfelli (í “Ég ætla”) var vissulega átt við um það hvort þú ætlaðir að mennta þig í leiklist eða að starfa við leiklist í framtíðinni. Að því gefnu, að sjálfsögðu, að þú sért ennþá ung/ur og ekki byrjuð/aður að vinna… Þannig að já, ég held að það sé verið að spyrja hvort þú ætlir að mennta þig í leiklist… held ég…