Í þessu greinarkorni ætla ég að fjalla lítillega um sætuefnið xylitól en einkum þó um sérstöðu þess í viðhaldi góðrar tannheilsu. Það var árið 1891, að vel þekktur þýskur efnafræðingur, Emil Fischer að nafni, uppgötvaði 5 kolefna sykuralkóhól (pentitól) sem fékk nafnið Xylitól. Það var ekki fyrr en hálfri öld seinna, árið 1943, að xylitól fannst í náttúrunni í birkitrjám og hlyni og mörgum tegundum ávaxta og grænmetis sem rík eru af xylan hemicellulósa. Árið 1962 kom það í ljós að líkaminn...