Aileen Wuornos, einn fyrsti kvenkyns raðmorðingi í Bandaríkjunum, kom fyrir rétt á Flórída í dag og játaði sig seka. “Það er enginn tilgangur í að halda mér á lífi,” sagði Aileen, “ég er fjöldamorðingi og ég myndi drepa aftur.” Aileen vill segja upp verjendum sínum og biður um að aftöku sinni verði flýtt. Hún segist vilja koma hreint fram og sættast við guð sinn. Aileen, sem er 45 ára, hefur verið dæmd til dauða fyrir að myrða miðaldra menn á árunum 1989-1990, þegar hún vann sem vændiskona á...