Fast & the Furious er ekki “góð” mynd í hinum almenna skilningi, en hún gerir nákvæmlega það sem hún ætlar sér, sem er að gera mynd um harða nagla, sem keyra flotta bíla og ríða heitum gellum. Ekkert af þessu á neina stoð í raunveruleikanum. Jújú, það eru stundaðir ólöglegir kappakstrar útum öll bandaríkin en ég efast um að þeir séu svona. Myndin reinri heldur ekkert að sannfæra mann um raunveruleikagildið, bara skemmtanagildið sem er stundum alveg ágætt. Hún þykist allavegana ekki vera...