sko, ég veit ekki hvort ég er að verða miðaldra fyrir aldur fram, en ég skemmti mér bara alveg ágætlega á myndinni. Ég meina, þetta er ekkert tímalaust meistaraverk, en þetta er heldur ekkert menningarslys. Ég stóð mig oft að því að hlæja og flissa og það var það eina sem ég ætlaðist til af henni. Vissulega var leikurinn oft á tíðum þvingaður, persónusköpun ekki til staðar og margir brandarar gamlir, flatir og illa fluttir, en mér fannst ákveðin barnsleg einlægni yfir þessu öllu saman og...