Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

fridfinnur
fridfinnur Notandi frá fornöld 40 ára karlmaður
1.196 stig

Re: Spá fyrir árið 2003

í Box fyrir 22 árum
Sá Couser berjast á móti Lancemountgoofi Whitaker á eurosport í gær að mig minnir og ég get sagt ykkur það er ekkert sameiginlegt með Tyson og Couser nema kannski útlitið. Couser er heigull sem velur höggin sín hrikalega illa, hefur mjög takmarkaðan höggþunga og nákvæmlega engar höfuðhreifingar. Eina sem hann hermir vel eftir Tyson er þegar hann snappar og reinir að berja dómarann sem kom held ég tvisvar fyrir í bardaganum. Nei, Couser er enginn Tyson, virkar meira eins og Tua mínus...

Re: Spá fyrir árið 2003

í Box fyrir 22 árum
Hmm. Sammála nokkru en ekki öllu. Lewis mun fara nokkuð létt með Vitali en ég efast um að Tyson lendi í nokkrum teljandi vandræðum með Etienne sem er með kinn úr allra nettasta postulíni og kann ekki að verja sig. Etienne er eiginlega algjörlega brillijant matchmaking fyrir Tyson. Ég sá Etienne fyrsta á móti Lawrence Clay-Bay, nánast óþekktum fyrrum ólympíufara, þar sem hann var sífellt vankaður út bardagann og sigraði síðan bara á hreinu þori og vinnusemi. Hann var síðan barinn í hakkispað...

Re: Það er hægt að megra sig á skyri.

í Heilsa fyrir 22 árum
Hmmm. Þetta með prótínið hef ég aldrei heyrt. Ég meina. Menn sem eru að lyfta á fullu (án hjálp stera) eru að éta í kringum 3-500 grömm af þessu á dag ef ekki meira. Að vísu eru þeir í fullum æfingum þannig að þetta fer bara beint í vöðvana. Annars held ég að það sé lítil hætta á því að overdosa á prótínum úr skyri. Það eru u.þ.b. 20 grömm í lítilli dós (aðeins minn í flestum tilvikum) og líkaminn á að fá c.a. tvöfalda líkamsþyngd sína (í kílóum talið) af próteini þannig að 80kg maður sem er...

Re: hryllinsmyndin !!!

í Kvikmyndagerð fyrir 22 árum
hljómar eins og þú hafir náð hápunkti ferils þíns. Legg til að þú leggir myndavélina alfarið á hilluna héðan í frá, annars áttu á hættu að skemma þessa glæsilegu arfleifð kvikmyndaverka sem þú hefur greinilega skilið eftir þig ;)<br><br>—– [Life sucks and then you die!]

Re: Battle Royal: Persónuleikapróf (Spoilerar)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
þetta eru nú ekki beint “plot-holes”. frekar óútskýrðar aðstæður. Plot holur eru einingar í kvikmyndum sem meika engann sens í samhengi við aðra hluti.

Re: Josie and the Pussycats (2001) Ojjjjj!

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
hehe, þetta er nú valra djúp eða feik-djúpt. bara nokkurð common sense…held ég ;)

Re: Hvenær ?

í Box fyrir 22 árum
Það fer alfarið eftir því hvernig þú skilgreinir stóran bardaga. Ef að þú vilt sjá tvo stórjaxla takast á er Roy Jones Jr. - Johnny Ruiz líklegast fyrstu stórkalra bardagi ársinns en hann fer fram 1. Mars. Karlar eins og Bernard Hopkins, Mike Tyson, Kostya Tszyu (sem mun reindar berjast við Jesse James Leija sem er nokkuð stór karl), Vernon Forrest, Shane Mosley, Tim Austin munu berjast í janúar og febrúar en ég veit ekkert um hverjir þessara bardaga verða sýndir hérna á fróninu.<br><br>—–...

Re: Viltu koma út að leika?

í Kvikmyndagerð fyrir 22 árum
ég held að það erfiðasta sem þú getur skotið á engum budget séu gamanmyndir eða e-ð sem á að vera fyndið því að þótt þú sért með pottþétt handrit getur myndin samt orðið hörmuleg ef leikararnir hafa ekki talent fyrir gamanleik því oftast nær eru tímasetning lína og framburður mun mikilvægari í gamanmyndum en öðrum myndum þótt hann sé vissulega mjög mikilvægur í öllum formum…gamanmyndir einfaldlega standa og falla með þeim.

Re: Josie and the Pussycats (2001) Ojjjjj!

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
The Hot chick er heilalaus þvæla sem inniheldur tilgangslausar sem þjóna engum tilgangi nema setja upp einhverja senu sem inniheldur alveg hreint óhemju tilgangslaust ofbeldi alveg eins og The Animal og að vissu leiti Duce Bigalow….og það er AKKÚRAT það sem hún ætlar sér að gera, ekkert meira og ekkert minna og þannig séð er ekki hægt að áfellast hana fyrir það. Ef að þú hefur séð The Animal og ekki fundist hún góð þá ertu asni að hafa borgað 800 kall fyrir bíómiða á The Hot Chick og búist...

Re: Iron Mike Tyson

í Box fyrir 22 árum
Fann etta: http://www.fightnews.com/malinowski3.htm “Who was the hardest puncher you ever encountered? Hardest puncher…I think Herbie Hide got that department. Absolutely. With either hand. A guy like that…look at how many guys Herbie has knocked out. That's an understatement. I mean, guys remember our fight as a mismatch, but Herbie Hide was the hardest hitting guy I ever fought, big or small. No question. Herbie Hide.”

Re: Iron Mike Tyson

í Box fyrir 22 árum
Sá persónulega aldrei bardagann…las bara viðtal við Bowe á fightnews.com fyrir stuttu þarsem að hann sagði þetta….mundi sýna þér ef ég hefði hugmynd um hvernig á að komast að eldri contenti á þessari síðu.

Re: Final cut er best

í Kvikmyndagerð fyrir 22 árum
Jámm, og ég tók fram að PC útgáfan væri mun stabílli t.d. er Firewire supportið víst eitthvað lamað fyrir makkan, mikið um dauða ramma and whatnot. En það er alveg satt að fólk verður bara að velja það sem er þægilegt en munurinn á gærjunum performance-lega séð er mjög lítill. Powerpack útgáfan af Xpress styður HD vinnslu en ég efast stórlega um að margir hérna á þessu spjallborði séu að fara að vinna með High Definition upptökuvélar á næstunni auk þess ef að fólk hefur þetta löglegt þá er...

Re: Final cut er best

í Kvikmyndagerð fyrir 22 árum
DV útgáfan af Avid (Avid Xpress) er engu betri en Final Cut Pro. Það sem Avid hefur þó framyfir er að það er tiltölulega auðvelt að hoppa úr Xpress yfir í “stærri” Avid græjurnar (sem nota bene eru ekki hæf í DV klippingar). Annars eru þessar græjur mjög svipaðar þegar kemur að “performansinum” einnig er Avid mun stabílli fyrir pésann heldur en makkan. Þannig að e að þú átt MAC þá notarðu Fina Cut en ef þú ert með PC vel ættirðu að kíkja bæði á Vegas Video og Avid Xpress DV 3.5<br><br>—–...

Re: Iron Mike Tyson

í Box fyrir 22 árum
Riddick Bowe sagði nú að enginn hafði slegið jafn fast og Herbie Hide af öllum þeim sam hann hafði hitt fyrir á sínum langa og góða ferli þannig að það var nú aknnski eitthvað í strákinn spunnið þótt hann hafi verið óttaleg blaðra

Re: Iron Mike Tyson

í Box fyrir 22 árum
Það er satt að eftir þennan bardaga fóru hlutir að gefa sig í kringum Tyson en ég er hinnsvegar á því að þessi ár (87-89) hafi verið algjör toppur hjá honum og Spinks bardaginn verið tindurinn, burtséð frá því hvað fólk segir um Spinks, en hann var nú samt elginn niður í frysta skiptið á ferlinum í þessum bardaga og það snemma í fyrstu lotu (og það á skrokkhöggi) og krókurinn sem kláraði hann var alveg rosalegur.

Re: Iron Mike Tyson

í Box fyrir 22 árum
Prime Holmes var nú ekkert til að hoppa hæð sína í loft upp fyrir og ég tel að við höfum séð hann á móti “prime Lewis”…Hann fékk hungrið aftur 95 þegar hann komáftur út, þá sáum við flétturnar, hraðan og blóðþorstan en það hvarf allt með fyrsta Holyfield tapinu. Annars er ég enn á þeirri skoðun að þú hefðir getað sett hvaða boxara sem er fyrir framan hann á “Michale Spinks” tímanum og hann hefði gjöreytt honum.

Re: PINNACLE !!!!!!

í Kvikmyndagerð fyrir 22 árum
Það er með því besta, ég er þó því að Vegas og Avid séu litlir eftirbátar þess. Viðmótið er kannski örlítið þjálla á Final Cut. Annars held ég að það komi ekki til greina í þessari stöðu þarsem að ég held að viðkomandi eigi ekki Mac. <br><br>—– [Life sucks and then you die!]

Re: Blóð og sár

í Kvikmyndagerð fyrir 22 árum
Bróðir minn vinnur við “tæknibrellur” í flestöllum myndum sem gerðar eru á íslandi og var ég einmitt með honum þegar hann var að mixa blóði fyrir Óskabörn Þjóðarinnar. Hann notaði fullt af kókómjólk, venjulegan strásykur og rauðan matarlit. Þetta var alveg óhugnarlega raunverulegt og alls ekki óætt ;) Til að bæta við heilaslettum notaði hann skyrslettur sem hann mixaði við.

Re: 5 bestu kvikmyndir sem ég hef séð

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
hehe, æi, verð bara að segja aftur hvað það er óhemju asnalegt að gagnrýna fólk fyrir að hafa ekki einhverja mynd á uppáhaldsmynda lista sínum…það er stór munur á “bestu myndir allra tíma” og “uppáhaldsmyndir”

Re: PINNACLE !!!!!!

í Kvikmyndagerð fyrir 22 árum
Ekki viss með að þú getir gert það í gegnum forritið sjálft en það á ekki að vera neitt mál að exporta í mpeg2 og skrifa síðan á DVD í öðru forriti. Vegas er bara alhliða miklu betra klippiforrit.<br><br>—– [Life sucks and then you die!]

Re: 5 bestu kvikmyndir sem ég hef séð

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
hehe, ég er ekki aaalveg að ná þessari áráttu fólks þessa stundina að deila topp listunum sínum með fólki þarsem að uppáhaldsmyndir fólks eru algjört gildismat. Uppáhaldsmyndir fólks eru ekkert endilega listar yfir bestu myndir sem hafa verið gerðar, getur alveig eins farið eftir aðstæðum sem fólk sá myndina í eða hvernig hún tengist hlutum persónulega eða eitthvað í þá áttina þannig að ég næ ekki alveg afhverju fólk hefur svona mikla þörf til þess að deila þeim. Kannski er þetta einhver...

Re: PINNACLE !!!!!!

í Kvikmyndagerð fyrir 22 árum
Í fyrsta lagi mundi ég miklu frekar ná í Vegas Video og í öðru lagi er ekki sniðugt að byðja um ráð hvernig a að crakca hugbúnað hérna inni. Er ekkert að predika gegn hugbúnaðaþjófnaði bara asnalegt að rasa um það á opnu spjallborði.<br><br>—– [Life sucks and then you die!]

Re: Iron Mike Tyson

í Box fyrir 22 árum
Það er kannski rétt að hann sé “búinn” í þeim skilningi að hann sé ekki beint “undisputed” efni lengur. En þá er hægt aðs egja það sama um 99.9% af öllum þungavigturum þarna úti, en eiga þeir þá bara að hætta? gefa drauminn upp á bátin? Ef að Tyson getur fundið stoltið aftur og bardagaviljan þá á hann tvímannalaust að halda áfram þótt hann sé ekki endilega að berjast um einhverja titla. En ef hann ætlar bara að halda áfram að “go through the moves” til þess eins að fá borgað þá á hann að...

Re: Iron Mike Tyson

í Box fyrir 22 árum
My Two Cents: Í sambandi við Tyson-Tua samanburð þá er Tyson svo mikið betri alhliða boxari heldur en David Tua að ég er nánast hættur að taka makr á þér. David Tua hefur jú rotað nokkra nöfn sem næstum er vert að nefna hérna (Fres Oquendo, Hasim Rahman. Oleg Maskaev. David Izon) en í ÖLLUM þessum bardögum var hann svo svakalega eftir á stigum að það er vart fyndið. Hann er bara labbandi vistri krókur með engan hraða né tækni. Tua stóð sig kannski “betur” en Tyson á móti Lewis en það er...

Re: 10 Must-see myndir sem mér datt í hug

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
hehe, það eru svona 250 myndir sem maður mundi setja á alvötu “must see” lista, sérstaklega fyrir fólk sem hefur meira en þennan hefðbundna áhuga á kvikmyndum. annars er búið að nefna margar mjög góðar myndir þó ekki NÆSTUm því allar en ég nenni ekki að telja neitt upp þarsem að klukkan er rúmlega 5 og ég hef vott af ölvun ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok