Ég velti stundum fyrir mér hvort það sé einhver miskun. Ég stend hérna á brúninni, fer með bænir, en bíddu…ég trúi ekki á guð, ég trúi ekki á neitt nema sjálfan mig, eða trúði. Samt stend ég sjálfan mig að verki við að biðja Guð um styrk, maður er furðulegur þannig, Kristnin er innprentuð í mann allt frá fæðingu en eftir því sem maður þroskast kemst ma'ur að þeirri niðurstöðu að það geti ekkert frumafl stjórnað öllu og skapað allt, síðan á loka andrataki lífs manns kallar maður á hjálp, ekki...