Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

fridfinnur
fridfinnur Notandi frá fornöld 40 ára karlmaður
1.196 stig

Tónar tilverunnar (1 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Hafið þið einhverntíman velt fyrir ykkur tónum tilverunnar? Það er eins og að allt í þessari veröld sé málð með tónlist, hver tilfinning á sinn tón, hver litur á sitt stef og hver atburður á sér lag. Hafið þið einhverntíman prufað að ganga um göturnar og hlustað á heiminn, heyrt alla þessa tóna sem heimurinn hefur uppá að bjóða? Það hef ég gert… Þvílíkt undur sem heimurinn verður, allt fyrllist tvöfaldri meiningu, tilgangurinn með þessu öllu verður skýr í örfáar mínútur en um leið og maður...

Síðasta Skrefið (2 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég velti stundum fyrir mér hvort það sé einhver miskun. Ég stend hérna á brúninni, fer með bænir, en bíddu…ég trúi ekki á guð, ég trúi ekki á neitt nema sjálfan mig, eða trúði. Samt stend ég sjálfan mig að verki við að biðja Guð um styrk, maður er furðulegur þannig, Kristnin er innprentuð í mann allt frá fæðingu en eftir því sem maður þroskast kemst ma'ur að þeirri niðurstöðu að það geti ekkert frumafl stjórnað öllu og skapað allt, síðan á loka andrataki lífs manns kallar maður á hjálp, ekki...

Upplýsingar um nýja KoRn skífu. (18 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Jæja, þá er víst komið á hreint að næsta KoRn plata, sú 5. í röðinni muni bera nafnið “Untouchables”. Óvenjumargar seinkanir hafa verið á þessari skífu en hún átti upphaflega að koma út snemma á síðasta ári að mig minnir en mun nú líta dagsinns ljós þann 14. Maí næstkomandi. Michael Beinhorn pródúsar þessa skífu en hann hefur meðal annars pródúsað fyrir Marilyn Manson og Hole. Alveg ný tækni var notuð við upptökur á plötunni sem gerir hlustandanum kleift að greina hljóminn í hverju...

Jones og Hopkins sigra (3 álit)

í Box fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Bæði Roy Jones Jr. og Bernard Hopkins sigruðu stórt í nótt í frekar óvanalegri útsendingu þarsem barist var á tveimur stöðum og eiginlega var skiptst á bardögum. Ég mun lýsa spjaldinu eins og um eitt show hafi verið að ræða, annað ruglar lesendur og mig bara í ríminu. **Aðalbardagarnir** [Bernard Hopkins TKO-10 Carl Daniels] Bernard Hopkins hafði yfirburði í þessum bardaga og aðlagaðist vel vandræðalegum stíl Daniels sem er örvhentur, Hopkins byrjaði sterkur og vann jafnvel meira á eftir því...

Tyson hafnað, Lewis hugsar (0 álit)

í Box fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Mike Tyson fékk ekki elifi til að berjast í Nevada fylki í gærkvöldi en meðlimir hnefaleikastjórnar Nevada kusu 4 gegn 1 að neita honum um leifi. Þetta þíðir að bardaginn mun ekki fara fram í MGM hótelinu i Las Vegas eins og áætlað var en bardaginn getur nokkurnvegin farið fram allstaðar annarstaðar þ.e. ef að bardaginn fer fram eftir allt saman. Lewis er nefnilega orðinn eitthvað smeikur (skiljanlega) og er farinn að enduríhuga hvort hann vilji eitthvað með Tyson hafa í hringnum en hann...

Gandalfur (6 álit)

í Tolkien fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Var aðeins að pæla (alltaf gott að pæla) hvort að Gandalfur sé ekki komið úr íslenskunni góðu, ég veti að Tolkien tók nafnið úr snorra eddunni góðu þarsem einn af dvergunum í ásgarði hét Gandálfur en nafnið bre aðra merkingur. Ég veti ekki hvað Alf stendur fyrir en Gandur þíðir stafur á okkar fornu tungu, hvort að tengist persónunni ietthvað veit ég ekki en ég varpa þessari pælingu hinnsvegar fram burtséð frá sannleiksgildi hennar.

Geðveiki á blaðamannafundi! (4 álit)

í Box fyrir 22 árum, 10 mánuðum
það var algjör ringulreið á blaðamannafundi þarsem bardagi milli Lennox Lewis og Mike Tyson var staðfestur. Það var verið að kynna henfaleikarana þegar Tyson, sem virtist móðgaður útí einhvern af fylgismönnum Lewisar gekk að stallinum sem Lewis stóð á, einn fylgismanna Lewisar ýtti honum frá, þetta gerði Tyson ekkert hamingjusamari og sló hann í áttina að honum, þessu tók Lewis frekar persónulega og reindi hægri högg sem geigaði, úr þessu brutust alsherjarslagsmál þarsem Tyson fekk smá skurð...

Freitas sigrar Casamayor (0 álit)

í Box fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Acelino Freitas sigraði Joel Casamayor á stigum aðfaranótt sunnudags. Það kom nokkuð á óvart að Freitas var boxarinn mikinn hluta bardagans á meðan Casamayor var bombarinn. Þetta er andstætt venjunni því að Freitas hefur verið talinn bombari í gegnum tíðina á meðan Casamayor hefur verið þekktari fyrir fagurfræðina.

Árið gert upp! (19 álit)

í Box fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þá hefur einkar skemmtilegt boxár runnið sitt skeið og er við hæfi að líta aðeins til baka á það á besta og versta á árinu sem leið. —- <b>Bardagi ársinns:</b> <i>Felix Trinidad - Bernard Hopkins</i> er að mínu mati einn allra áhugaverðasti og skemmtilegasti bardagi sem ég hef orðið vitni að í þónokkurn tíma. Þótt ég sé mikill Trinidad maður þá get ég ekki annað en vottað Bernard Hopkins, sem er orðinn 36 ára, virðingu mína og er hann vel að titlunum kominn. Bardaginn sjáfur var magnaður og...

Acelino Freitas - Joel Casamayor ekki sýndur (1 álit)

í Box fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Sýn hefur ákveðið að sýna ekki beint frá létt-léttvigtar titlbardaganum milli WBO meistarans Acelino Freitas og Joel Casamayor sem fer fram 12. Janúar næstkomandi. Þetta finnst mér synd því að þetta eru báðir mjög spennandi boxarar þótt þeir séu kannski ekki þeir þekktustu meðal almennings. Ekki eru heldur nein smánöfn á undir-spjaldinu og ber þar helst að nefna David Tua VS Phil Jackson (10 lotur, Þungavigt og Wayne McCullough VS Alvin Brown (10 lotur, Fjaðurvigt) Á umræddu kvöli mun sýn...

De La Hoya - Vargas 4. Maí (3 álit)

í Box fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Það var staðfest á sunnudaginn var að WBC meistarinn í létt-millivigt, Oscar De La Hoya muni verja titilinn sinn í fyrsta skipti gegn WBA meistaranum Fernando Vargas. Þessi bardagi er stórt stökk upp í klassa fyrir De La Hoya en hann hefur mætt Arturo Gatti og Javier Castillejo síðan hann byrjaði comebackið sitt eftir að hafa tapað á móti Shane Mosley. Fernardo Vargas vann sér það helst til frægðar að hafa staðið grimmilega í Felix Trinidad áður en hann var rotaður. Vargas er geisilega...

Enn einn Holyfield skandallinn! (5 álit)

í Box fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Enn og aftur er Holyfield miðpunkturinn í hnefaleikaskandal og í þetta skipti er hann fórnarlambið. Þriðji bardagi Johnny Ruiz og Evander Holyfield var enganvegin fagurfræðilegt listavek eða teknískt undur. Þetta líktist meira fjölbragðaglímu á köflum og var erfitt að sjá hvor var 10 árum yngri og hver var 10 árum eldri, Holyfield stjórnaði hraðanum mestallan bardagann og var ótrúlega ferskur allan bardagann og var nálagt því að taka Ruiz niður áður en bjallan hrindi síðustu lotuna út....

Goofi og Izon tapa! (0 álit)

í Box fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Goofi Whitaker, fyrrverandi Mount Whitaker og þaráundan Lance Whitaker tapaði illa á stigum fyrir nýstyrninu Jameel McCline í góðgerðabaradaga í New York í gærkvöldi. McCline, sem fyrr á þessu ári rotaði Michael Grant í 1. lotu, notaði stunguna til að halda Whitaker frá sér og varð ávalt fyrir til þegar þeir skiptust á höggum, dómaraspjöldin lásu: 116-112, 114-113 og 115-112. Öll McCline í vil. Á undercardinu rotaði Fres Oquendo nígeríubúann David Izon í 3. lotu. Izon sem ekki hafði barist í...

Ultradev 4 (4 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Ég var að velta fyrir mér hvort að Ultradev 4 sé sniðugt…þarsem þessi hópur sem sækir þetta áhugamel er sérdeilis gagnrýninn datt mér í hug að þið hefðuð skoðun á þessu :)

Tyson tekur séns (3 álit)

í Box fyrir 23 árum
Mike Tyson tekur mikinn séns þann 19. Janúar þegar hann mætir granítandlitinu Ray Mercer. Mercer, sem er orðinn fertugur hefur aldrei verið rotaður á sínum ferli og hefur unnið 6 bardaga í röð í “Comebackinu” sínu og þónokkra með því að berja andstæðinginn bókstaflega útúr hringnum. Ef að Tyson tapar, sem er hreint alveg mögulegt, mun það eyða allri von um 100 milljón $ bardaga við Lennox Lewis fari nokkurntíman fram en ef hann vinnur, og það á rothöggi, getur það verið mikið salfræðilegt...

Wladimir Klitchko mætir David Izon 1. Des (1 álit)

í Box fyrir 23 árum, 1 mánuði
Fyrirhuguðum bardaga milli Ray Mercer og Wladimir Klitchko hefur verið aflýst vegna alvarlegs skurðar sem Mercer hlaut í bardaga sínum á Tyson-Nielsen spjaldinu fyrir stuttu. David Izon hefur tekið stöðu Mercer gegn Klitchko og verður það ekki kinna spennandi bardagi! David Izon er af flestum talinn mjög spennandi boxari hef ég þó aðeins séð hann einu sinni og var það tap í 5. lotu gegn Micheal Grant (tek það fram að þetta var áður en Micheal Grant breyttist í postulínsdúkku). Izon hefur...

Mike Tyson sigrar þrjóskan Nielsen (7 álit)

í Box fyrir 23 árum, 1 mánuði
Mike Tyson hélt áfram korssferð sinni í átt að heimsmeistaratitli í kvöld með sigri á hinum pulsulaga “Super” Brian Nielsen. Tyson tók sinn tíma í þetta eða 6 lotur sem er heldur lengra en fólk bjóst við og það lengsta sem hann hefur barist í tæp 5 ár. Þvert á móti því sem þulir sýnar héldu fram fannst mér Tyson líta ágætlega út, hann var að vísi mjög riðgaður, en mér fannst formið á honum ekki jafn hræðilegt og þessir öðlingar sáu einhvernvegin á honum. Nielsen hætti á kollinum sínum eftir...

Abstract 3D (2 álit)

í Grafísk hönnun fyrir 23 árum, 2 mánuðum
jæja grafík mógúlar…hvar finn ´g svona handy dandy tutorial sem leiðbeinir mér í gegnum grunnskrefin að gera Abstract 3D mynd ?

Tyson-Nielsen frestað (2 álit)

í Box fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Aðdáendur Mike Tysons verða enn að bíða eftir goðinu sínu því að bardaga hanns við Brian Nielsen hefur verið frestað vegna meiðsla. Tyson mun víst þjást af krömpum í baki og getur því ekki æft eins og vera ber. Bardaginn mun líklegast fara fram þann 16. október á sama stað og áætlað var upphaflega.

Byrd útboxar Tua (3 álit)

í Box fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Chris Byrd þeyttist aftur inn í þungavigtarmyndina í nótt með því að sigra Nýsjálendingin David Tua á stigum eftir 12 lotu IBF þungavigtartitils útrímingarbardaga þeirra í Las Vegas. Byrd stóð af sér skothríð Tua í byrjun bardagans og notaði síðan ganghögg til að trufla Nýsjálenska bombarann. Stigaspjöld dómarana voru eftirfarandi 115-113, 116-112, 116-112. Eftir þennan sigur Byrd, sem er fyrrverandi heimsmeistari WBO, er hann orðinn nr. 1 áskorandi hjá IBF og mun þá, samkvæmt reglum, verða...

Stuttmyndagerð (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Jæja, ég fékk brainstorm hérna áðan, reindar er þetta ekki neitt sérstakur brainstorm þarsem stuttmyndagerð hefur verið að færast í aukanna hérna á fróninu, en mér datt svona í hug að áhugamál á huga um stuttmyndagerð væri cool hugmynd, ég meina, það væri hægt að spjalla um mismundandi kamerur, sýnt sínar stuttmyndir skipst á ráðum og bara almennt spjallað um stuttmyndagerð. Hvað segiði, einhver með mér í essu?

Rahman - Lewis nánast í höfn (2 álit)

í Box fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Nú er talið víst að heimsmeistarinn, Hasim Rahman muni mæta Lennox Lews þann 6. október næstkomandi. Þetta gerðist eftir að Don King bauð köppunum 25 milljónir dollara fyrir að mætast, sem eru kaldar 12,5 millur á kjaft. En þetta getur haft í för með sér ýmislegt annað. Don King er nú ekki þektur fyrir það að gefa peninga án þess að hafa smátt letur í samningum sínum og getur það vel hugsast að hann muni neiða Lewis til að skrifa undir umboðssamning við sig. Ef að það eru skilmálar Kings þá...

Risinn rís aftur (1 álit)

í Box fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Fallna tröllið Micheal Grant mun snúa aftur þann 21. júlí gegn hinum hættulega Jameel McCline. Bardaginn verður undan-aðal bardaginn á Shane Mosley - Adrian Stone spjaldinu. Grant hefur verið frá í 15 mánuði vegna meiðsla, en blóðtappi var fjarlægður úr fæti hanns. Síðansti bardagi Grants var 2 lotna barsmíð á móti Lennox Lewis og íhugaði Grant að hirða peningana og hætta í íþóttinni eftir það tap, en eins og einhver sagði “Everybody gets knocked down somewhere in life, it's how fast you get...

Réttarhöld, Réttarhöld og meiri Réttarhöld (8 álit)

í Box fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Nú er öðrum degi lokið af réttarhöldunum gegn Hasim Rahman en kærendurnir eru Lennox Lewis, Cedric Kushner og Mike Tyson. Núna eru bæði Lennox Lewis og Emanuel Steward búnir að stíga í vitnastólinn. Lewis hélt því fram að hann væri að verða gamall og að hæfileikar hanns gætu farið að hnigna fljótt og þessvegna vill hann fá sénsinn á því að bæta við arfleifð sína og ná í beltin sín til baka, Steward tók í sama streng og sagði að Lewis væri að verða eldir og strax væru komin merki þess í...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok