Haldiði að það sé í lagi að fá sér kreatín sem er komið fram yfir síðasta söludag. Meina þetta er bara eithvað duft, lítið sem getur skemmst, ekki satt?
Ég var að heyra lagið Hip hop með Dead prez áðann og fannst eins og ég hafi heyrt það með Forgotten Lores á eithverjum tónleikum með íslenskum texta. Er eithvað til í þessu eða er ég bara að ímynda mér og ef eithver á þetta lag yrði ég geðveikt sáttur ef sá gæti sent mér það.
Langaði bara að láta fólk vita að það er byrjað að selja hann í MAX, veit ekki með aðrar búðir. Hann er allavega á tilboði þar 4000kr eða eithvað þar í kring.
Er með Opel Astra 2000 árgerð og mig vantar á hann frammstuðara, er búinn að vera að hringja í partasölur og eithvað en auðvitað á enginn neitt í þessa ljótu bíla… Svo ég var að spá hvort eithver hérna gæti lumað á þessu eða vitað um eithverja partasölu eða eithvað sem gæti átt svona.
Ég var að spá, hvernig virkar það þegar maður fer frá Bretlandi til Frakklands í gegnum þessi göng hvort eða hvernig maður skipti um akgrein. Því það er vinstri umferð í Bretlandi en ekki Frakklandi eins og flestir vita. Hvernig virkar þetta!? Það koma allir á sömu akgrein inní göngin frá báðum áttum, eða hafa eithverjir snillingar komið með eithverja leiðinlega lausn á þessu?
Hvers vegna hlægja börnin þegar þú horfir í augu þeirra? hvers vegna hlaupa folöldin á kyrrum vorkvöldum? hvers vegna fara lömbin í eltingaleik á skurðruðningnum? af því þau þekkja ekki framtíðina sem stendur álengdar sem bíður eftir þeim eins og hvítklæddur öldungur með torræðan svip og kallar þau til sín þegar þau eru tilbúin lækurinn sprettur upp úr lindinni, tær eins og sannleikurinn, gegnsær eins og gler þegar ég var barn lék ég mér oft í bæjargilinu og hlustaði á lækinn hríslast á...
ég sit hér á barnum lem þig með stafnum ætla að skunda á skrallið shit beiglaður á ballið með átján börn í álfheimum blindbeiglaður á skaganum skransandi í skurðunum étandi úr krukkunum skítandi í klúta og fljótandi í saurnum
Hrímhvítum augum leit veturinn heiðlöndin breið og horfði eftir deginum rökkvaða sem var að ljúka. Úr fjarskanum komum við akandi fámál og leið eins og fuglar í búri sem eiga sér draum um að strjúka. Við stöðvuðum bílinn og settumst þar niður um stund, á steininn sem þegjandi hugsar um allt þetta liðna. Þó kalt sé í veðri og kvöldið sé mætt á vorn fund, er kossinn svo heitur að ísmolar hjarta míns þiðna.
Ég var að spá hvort það væri til eignarfall í þýsku og/eða hvort það skipti einhverju máli. Í kennslubókinni sé ég ekkert um eignarfall í kaflanum sem ég er að læra en eithverjar glósur frá kennaranum sem ég hef verið að skrifa niður þar er eithvað eignarfall, veit ekki alveg hvort ég hafi verið að misskilja eithvað eða eithvað þannig.
Ég var að spá í af hverju mandarínur koma alltaf bara yfir jólin. Alveg hægt að rækta þetta hvenær sem er með gróðurhúsum og allt það samt eru þær alltaf bara yfir jólin… Svolldið svona spes, meina allir hinir ávextirnir fá að vera allt árið í búðum. Annars væri geðveikt sniðugt að láta alla ávextina fá svona sér tíma og þá myndi maður pottþétt éta meira af þeim. Meina eins og núna þá ét ég svona 10 sinnum meira af mandarínum en ég er búinn að éta af banönum í allt ár. En þetta hefur...
ekkert hef ég afrekað, aldrei tekist neitt. Þrautir mínar hef ég sjaldan sigrað, Þetta fer að verða þreytt. En ég er ekki vælukjói, ekkert fær að sjást á mér. Allt er í himnalagi, á meðan að enginn sér.
Jæja, núna er ég búinn að vera að hlusta á fréttirnar undanfarið og heyrt um þetta mál með að danska blaðið var að byrta myndir af allah. Svo bara tryllast múslímarnir og hóta öllu illu og verða grimmir og illskeittir allstaðar í heiminum. Ef þeir ætla að láta svona þá myndi ég leggja til að Ísland myndi bara banna þeim að koma og flytja til landsins. Meina þessir gæjar eru búnir að vera að sprengja turna og hús hvaðanæva úr heiminum. Ég myndi nú ekki vilja búa nálægt svona fólki.
haste eru hættir í cod1 og höfum fært okkur yfir í cod2. Allt steina að kenna því hann vill ekki lengur spila cod1, því hann er alltaf með svo mikið að gera með hinum vinum sínum sem eru alltaf í partíum. Áki vildi samt halda áfram í cod1 útaf því að við vorum að recruita bömbebein og danna aka ýmir aka sven blömkvist. En mér var alveg sama.
Hesturinn minn er ógeðslega lélegur að tölta, en ekkert mál að fá hann til að tölta en bara lélegur í því. Hann er með ekkert skeið. Hann reynir alltaf að plata mig til að leifa sér að fara á stökk. Hann stekkur yfir girðingar. Hann prjónar oftar en ekki þegar ég er að bíða eftir að það er verið opna hlið(reyndar að hætta því) Hann getur opnað hnúta. Hann þekkir mig hvar sem er og hvenær sem er og er aldrei hræddur við að láta ná sér og er sama sem ekkert erfitt að ná honum. Hann hugsar...
Þessi hrútur er sá allra svaðalegasti og var valinn besti hrútur ársins 2004. Enda allsvaðaleg skeppna þarna á ferð. Maðurinn á myndinni er Kristinn Valgeirsson sem er bóndi í Þverspyrnu, Hrunamannahrepp.
Hvernig væri ef að á vikufresti eða eithvað þá myndi einhver grein á huga byrtast í einhverju blaði og vera geðveikt cool. Þá myndu kannski koma betri, lengri og vandaðari greinar. Þá myndi bara þetta blað velja bestu greinina sem komið hefur þá vikuna og vera bara geggjað svalt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..