Síðan ég man eftir mér þá hef ég dreymt mixaða drauma. T.d. dreymdi mig að ég væri í hverfinu sem ég bjó í nema þar sem hús eru í alvöru þar var mikið hraun og þar sem 5-10 hæða blokk var þar var enn hærri blokk. Og stundum fór bara að snjóa á miðju sumri. Hér er annað dæmi. Eitt sinn dreymdi mig að ég færi inn í hús og stæli þar einhverju(ég ítreka að ég stel ekki) og húsið og hverfið var breytt. Veit einhver merkingu á þessum draumum???